Fara í efni  

Fréttir

OECD-greining á NORA-svæðinu

Eitt af þeim verkefnum sem nú er unnið að á vegum Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, er greining á NORA-svæðinu sem OECD hefur tekið að sér að vinna. Af því tilefni munu fulltrúar OECD heimsækja öll NORA-löndin og halda fundi með stjórnmálamönnum, embættismönnum, fulltrúum háskóla og rannsóknastofnana og forsvarsmönnum fyrirtækja, stofnana og hagsmunasamtaka. Þegar hefur verið fundað í Færeyjum og á Íslandi, en fundur með Grænlendingum frestast fram í janúar.


Markmiðið með þessari vinnu er að skilgreina NORA-löndin sem svæði og styrkja grundvöll frekari samstarfs á svæðinu. Vonast er til að í greiningunni komi fram tillögur sem geti rennt stoðum undir þróun á svæðinu og geti verið til leiðsagnar þegar teknar verða pólitískar ákvarðanir sem snerta svæðið. Þessi vinna er  jafnframt hugsuð sem framlag til norræns samstarfs, í víðara samhengi.

Fundirnir á Íslandi voru haldnir í síðustu viku, 19. og 20. nóvember, í Þjóðmenningarhúsinu. Þangað voru boðaðir um 60 einstaklingar frá hinum ýmsu stofnunum, fyrirtækjum, samtökum, sem og úr ráðuneytum, sem og aðstoðamenn ráðherra og fleiri. Alls voru fundirnir 11 talsins og auk þess áttu fulltrúar OECD fund með Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra.

Vel var mætt á fundina og þar komu fram ýmsar hugmyndir um hvernig norrænu og vestnorrænu starfi yrði best háttað, auk þess sem gefið var gott yfirlit yfir búsetu, stjórnkerfi, atvinnulíf og fleiri þætti í íslensku samfélagi. Er óhætt að segja að vel hafi tekist til og lýstu fulltrúar OECD yfir mikilli ánægju með fundina og töldu þá hafa verið afar gagnlega. Byggðastofnun sá um undirbúning ásamt iðnaðarráðuneyti.

Vinnu við greininguna á á ljúka á næsta ári og skýrsla OECD að liggja fyrir í árslok 2010.

Sigríður K. Þorgrímsdóttir, tengiliður NORA á Íslandi

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389