Fara í efni  

Fréttir

Öflug þátttaka íslenskra aðila í fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027

Öflug þátttaka íslenskra aðila í fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027
Fyrsta kall_niðurstaða

Stjórn Norðurslóðaáætlunarinnar hefur samþykkt fyrstu úthlutun vegna aðalverkefna á áætlunartímabilinu 2021-2027. Samþykkt var að taka þátt í átta verkefnum af nítján sem bárust og í heildina var ráðstafað rúmlega 7 milljónum evra til verkefnanna eða um 16% af ráðstöfunarfé áætlunarinnar. Af þeim átta verkefnum sem hlutu brautargengi eru sex með íslenskum þátttakendum sem hljóta samtals um 714 þús. evra í styrk eða rétt um 100 mkr. sem nemur 27% af þeim fjármunum sem eru til ráðstöfunar til verkefna af framlagi Íslands til áætlunarinnar. 

Þau verkefni sem hlutu brautargengi með íslenskri þátttöku eru:

INNOCAP - Building public sector innovation capacity towards digital-driven NPA communities er samstarfsverkefni írskra, finnskra, sænskra og íslenskra aðila sem snýst um að auka gæði og sjálfbærni í opinberri þjónustu með því að auka færni starfsmanna til að nýta stafræna tækni og umskapandi nýsköpun (disruptive innovation) í daglegum störfum. Íslenski þátttakandinn er Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi.  

Target Circular - Supporting Sustainable SMEs to Success er samstarfsverkefni írskra, norskra, finnskra, sænskra og íslenskra aðila sem snýst um að styrkja rekstrarforsendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja, ekki síst þeirra sem vilja leggja áherslu á sjálfbærni, nýta tækifæri til eflingar á stoðþjónustu við þau og nýta nýjustu þekkingu til að fjölga störfum og stuðla að vexti og samkeppnishæfni þeirra. Íslenski þátttakandinn er Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

GLOW 2.0 - Green energy technologies for tourism growth er samstarfsverkefni finnskra, írskra, norskra, sænskra og íslenskra aðila sem snýst um að beita „grænu viðskiptamódeli“ í tilraunaverkefni um hvernig megi þróa sjálfbæran rekstur í litlum og meðalstórum fyrirtækjum með áherslu á þau sem nýta myrkrið og næturhimininn á norðurslóðum, s.s. Norðurljósin, í starfsemi sinni. Íslenski þátttakandinn er Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

HYBES - Hybrid energy solutions for buildings, and infrastructure er samstarfsverkefni norskra, írskra, færeyskra, sænskra og íslenskra aðila sem snýst um að beita aðferðafræði lifandi tilraunastofa (living labs) til að byggja upp kolefnislaus svæði í dreifbýli og á jaðarsvæðum. Verkefnisaðilarnir munu nýta tilraunaverkefnin til að auka þekkingu og skilning almennings á mikilvægi þess að draga úr kolefnislosun í andrúmsloftið. Íslenski þátttakandinn er Orkustofnun.

Ar2CorD - Low Carbon Concrete for Arctic Climate with Excellent Sustainability and Durability er samstarfsverkefni norskra, grænlenskra, finnskra, sænskra og íslenskra aðila sem snýst um að minnka kolefnisspor steypu með staðbundnum íblöndunarefnum í stað hefðbundins sements allt að 30%. Ein megin áskorunin er að takast á við þá miklu áraun sem steypa verður fyrir vegna frost- og hitabreytinga á norðurslóðum og hefur valdið því að ekki er unnt að nýta sömu íblöndunarefni til minnkunar á kolefnissporinu og við mildari veðuraðstæður. Íslensku þátttakendurnir eru tveir, Háskólinn í Reykjavík og BM Vallá ehf.

CIRCNETS - Blue Circular Nets er samstarfsverkefni finnskar, írskra, norskra, sænskra og íslenskra aðila sem snýst um að þróa skilvirkt söfnunarkerfi fyrir aflögð veiðarfæri til að draga úr mengun sjávar en um leið að opna farveg fyrir endurvinnslu og endurnýtingu þeirra sem hráefnis í nýja framleiðslu og efla þannig hringrásarhagkerfið á svæðinu. Íslenski þátttakandinn er Marine Ecological Solutions í samstarfi við Kaldera Group.

Verkefnisaðilum er óskað til hamingju með stuðninginn og góðs gengis í framkvæmd verkefnanna. Hér er tengill á frétt af heimasíðu áætlunarinnar um úthlutunina.   


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389