Fara í efni  

Fréttir

Ólíkar ástæður búsetuvilja á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjum

Ólíkar ástæður búsetuvilja á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjum
Könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðis og stærri bæja

Byggðastofnun hóf á árinu 2019 viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna í samstarfi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá greinargott yfirlit um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Starfið var leitt af Þóroddi Bjarnasyni prófessor við Háskólann á Akureyri. Fyrsta áfanga lauk 2019 og fjallaði hann um áform fólks sem býr í smærri bæjum og þorpum. Annar og þriðji áfangi voru sambærilegar kannanir, önnur meðal fólks sem býr í dreifbýli og hin í stærri þéttbýliskjörnum og á höfuðborgarsvæðinu.

Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins, um íbúa höfuðborgarsvæðisins og stærri bæja á Íslandi, hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar. Þátttakendur voru 9.664 íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í 16 bæjum utan þess. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir 80% íbúa í öllum bæjum í könnuninni eru frekar eða mjög ánægð með búsetuna í sínu bæjarfélagi en 4% eru frekar eða mjög óánægð.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins sem hafa flutt þangað utan af landi segja helst að atvinnu- eða menntunartækifæri hafi verið aðal ástæðurnar fyrir flutningum. Aftur á móti nefna þeir sem hafa flutt frá höfuðborgarsvæðinu til stærri bæja utan þess helst meiri kyrrð og ró, minni umferð og ódýrara eða betra húsnæði sem mikilvægar ástæður fyrir flutningunum.

Um 70% íbúa í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu telja ólíklegt að þeir muni flytja á brott fyrir fullt og allt í framtíðinni. Þeir sem eru 25 ára og yngri eru líklegri en aðrir til að flytja á meðan elsti hópur svarenda er ólíklegastur. Þó almennt sé sjaldgæft að íbúar allra bæjarfélaganna sjái fyrir sér að flytja í burtu framtíðinni er nokkur munur milli bæja hvað það varðar.

Þá kemur fram að líkur á búferlaflutningum aukast með versnandi fjárhagsstöðu og að þeir sem segja að flestir eða allir nánustu fjölskyldumeðlimir og vinir búi í sama bæjarfélagi eru ólíklegri til að ætla að flytja en þeir sem eiga færri vini í næsta nágrenni.

Um 44% þeirra sem búa í bæjum utan höfuðborgarsvæðisins og segjast ætla að flytja segja að nálægð við vini eða fjölskyldu skipti miklu máli fyrir þær fyrirætlanir. Yfir 30% segja jafnframt að atvinnutækifæri sín eða maka síns, betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntunartækifæri sín eða maka síns séu mikilvægar ástæður fyrir því að þau hyggi á flutninga.

Flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi segja að gott samfélag sé þáttur sem skipti miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu.

 Mikilvægi fyrir áframhaldandi búsetu


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389