Fara í efni  

Fréttir

Opinber birting fundargerđa stjórnar Byggđastofnunar

Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 17. desember síðast liðinn var samþykkt að fundargerðir stjórnar Byggðastofnunar verði eftirleiðis birtar opinberlega á heimasíðu stofnunarinnar að því marki sem lög leyfa, einkum lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þetta er liður í þeirri viðleitni stofnunarinnar að auka gegnsæi í störfum hennar og treysta stjórnsýslu hennar.


Um langt skeið hafa allar starfs- og siðareglur stofnunarinnar verið birtar opinberlega á heimasíðu Byggðastofnunar.  Í siðareglum Byggðastofnunar segir eftirfarandi:

„Stjórnvöld, ríkisstofnanir, almenningur og viðskiptamenn Byggðastofnunar eiga heimtingu á því að störf Byggðastofnunar séu hafin yfir tortryggni. Þau skulu mótast af góðu þjónustuviðmóti og fyllstu þjónustugæðum. Þau skal vinna á faglegan hátt af vandvirkni og einkennast af sanngirni og óhlutdrægni. Starfsmenn og stjórn Byggðastofnunar skulu hafa hagsmuni stofnunarinnar í huga og veita upplýsingar sem að þeim lúta. Þeir skulu m.a. gera yfirmanni viðvart ef ástæða er til að ugga um lögskilgreinda eiginfjárstöðu stofnunarinnar. Starfsmenn Byggðastofnunar skulu koma þannig fram í starfi sínu og utan þess að þeir verði hvorki sjálfum sér til vansæmdar né rýri á neinn hátt álit, traust og trúverðugleika stofnunarinnar eða gildi þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Starfsmenn skulu vera heiðarlegir og málefnalegir í starfi sínu og byggja álit sitt og niðurstöður á því sem þeir vita réttast og sannast.“

Þann 26. janúar síðast liðinn var haldinn fyrsti fundur stjórnar Byggðastofnunar á árinu 2011, og birtist fundargerð hans hér.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389