Fara í efni  

Fréttir

Opnađ fyrir umsóknir um styrki til sértćkra verkefna sóknaráćtlanasvćđa

Opnađ fyrir umsóknir um styrki til sértćkra verkefna sóknaráćtlanasvćđa
Haraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytiđ hefur opnađ fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértćkra verkefna sóknaráćtlanasvćđa, sbr. ađgerđ C.1 í stefnumótandi byggđaáćtlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla er lögđ á svćđi sem búa viđ langvarandi fólksfćkkun, atvinnuleysi og einhćft atvinnulíf og verđa verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvćđ áhrif á ţróun byggđar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta fyrir hönd sóknaráćtlanasvćđa sótt um framlög sem í bođi eru, en alls verđa allt ađ 71,5 milljónum króna veittar til sértćkra verkefna svćđanna. Umsóknarfrestur er til miđnćttis 14. mars 2019.

Fleiri samkeppnisframlög verđa veitt á grundvelli einstakra ađgerđa byggđaáćtlunar á gildistíma hennar s.s. vegna fjarvinnslustöđva og verslunar í strjálbýli. Opnađ verđur fyrir umsóknir um nćstu úthlutanir á vormánuđum 2019.

Framangreindar auglýsingar byggjast á reglum samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra um úthlutun á framlögum sem veitt eru til verkefna á grundvelli byggđaáćtlunar. Er reglunum ćtlađ ađ tryggja ađ gćtt sé jafnrćđis, hlutlćgni, gagnsćis og samkeppnissjónarmiđa viđ úthlutun og umsýslu styrkja og framlaga úr byggđaáćtlun. Reglurnar kveđa međal annars á um ađ ráđherra upplýsi árlega um skiptingu fjárheimilda til byggđaáćtlunar og annarra byggđatengdra verkefna. Ţá fjalla reglurnar um hvernig standa skuli á auglýsingum um styrki og framlög, úthlutunarskilmálum og annarri framkvćmd styrkveitinga.

Ţriggja manna valnefnd gerir tillögur til ráđherra um veitingu framlaga til verkefna á grundvelli úthlutunarskilmála. Valnefndina skipa ţau Stefanía Traustadóttir, formađur, Elín Gróa Karlsdóttir og Magnús Karel Hannesson. Međ nefndinni starfa Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfrćđingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytinu og Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir, sérfrćđingur hjá Byggđastofnun. Byggđastofnun annast umsýslu umsókna um framlög fyrir hönd ráđuneytisins, veitir umsóknum viđtöku og gefur valnefnd umsagnir.

Nánari upplýsingar veitir Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir, Byggđastofnun, s. 8697203, netfang sigga@byggdastofnun.is


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389