Fara í efni  

Fréttir

Opnun Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal

Laugardaginn 28. apríl sl. tók Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal formlega til starfa.  Helstu eigendur hennar eru Celtic Sea Minerals á Írlandi og Björgun ehf. í Reykjavík.  Byggðastofnun kom að fjármögnun verksmiðjunnar á Bíldudal.  Hráefni til vinnslunnar, kalkþörungum, verður dælt úr Arnarfirði , allt að 82.500 m3 á ári. Því verður landað á Bíldudal þar sem unnið er úr efninu og því  pakkað til útflutnings.  Varan verður einkum seld á bandaríkjamarkað.

Kalkþörunarvarksmiðjan opnarMeðal þess sem vörur verksmiðjunnar verða notaðar til er í dýrafóður til að draga úr sýrustigi í meltingafærum jórturdýra, undir varphænur til að draga úr áhrifum ammoníaks, til afsýringar í skólpdælustöðvum ofl.  Einnig framleiðir íslenska verksmiðjan kalkþörungaduft sem er notað sem bætiefni í fæðuefni til manneldis og til lyfjagerðar.

 

Celtic Sea Mineral rekur aðra minni verksmiðju sömu gerðar á Írlandi, en hráefni til hennar er á þrotum.

 

Rannsóknir sýna að kalkþörungasetið í firðinum nemur a.m.k. 21 milljón rúmmetra. Starfsleyfi hefur verið veitt til fimmtíu ára, og er talið að á þeim tíma náist upp um tíundi hluti kalkþörunganna. Reiknað er með að afkastageta verksmiðjunnar verði um 40.000 tonn á ári en gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði hún um 8.000 tonn á ári og verði aukin í fulla getu í nokkrum áföngum.  Standa vonir til þess að með verksmiðjunni skapist tíu til fimmtán framtíðarstörf og um fimm í viðbót sem afleiðing af rekstrinum. 

Það er mat Byggðastofnunar að hér sé um að ræða sérlega glæsilegt og metnaðarfullt nýsköpunarverkefni í atvinnulífi á Vestfjörðum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389