Fara í efni  

Fréttir

Ráđherra úthlutar 120 milljónum krónum í verkefnastyrki til ađ efla byggđir landsins

Ráđherra úthlutar 120 milljónum krónum í verkefnastyrki til ađ efla byggđir landsins
Frá úthlutun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra hefur undirritađ samninga viđ sex landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggđaáćtlunar fyrir árin 2018-2024. Ađ ţessu sinni var 120 milljónum króna úthlutađ fyrir áriđ 2018 til sértćkra verkefna á sóknaráćtlunarsvćđum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki ađ fjárhćđ tćpar 441 m.kr.

„Ţađ er okkur mikil ánćgja ađ unnt sé styrkja mörg áhugaverđ og fjölbreytt verkefni um land allt á grundvelli nýrrar byggđaáćtlunar. Ákveđiđ var ađ veita styrki ađ fengnum umsóknum en ţetta er í fyrsta sinn sem framlög úr byggđaáćtlun eru sett í samkeppnispott međ ţessum hćtti. Fleiri samkeppnispottar af ţessu verđa auglýstir jafnt og ţétt,“ sagđi Sigurđur Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra viđ undirritun samninganna í dag.

Markmiđiđ međ framlögum til sértćkra verkefna sóknaráćtlanasvćđa er ađ tengja sóknaráćtlanir landshluta viđ byggđaáćtlun og fćra heimafólki aukna ábyrgđ á ráđstöfun fjármuna. Áhersla er lögđ á ađ styrkja svćđi ţar sem er langvarandi fólksfćkkun, atvinnuleysi og einhćft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svćđum eđa byggđarlögum innan landshlutans, eđa landshlutanum í heild. Íbúaţróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og međaltekjur var međal ţess sem lagt til grundvallar viđ mat á umsóknum.

Ţriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerđi tillögur til ráđherra. Byggđastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna. Verkefnin níu sem hljóta styrk áriđ 2018 eru:

 • Innviđauppbygging vegna gagnavers á Blönduósi. Samtök sveitarfélaga á Norđurlandi vestra fá styrk til ađ byggja ţarf upp innviđi vegna fyrirhugađs gagnavers BDC viđ Blönduós. Gera ţarf götur og lýsingu, leggja rafmagn, vatns- og fráveitulagnir o.fl. Međ verkefninu skapast 20-30 störf í fyrsta áfanga. Verkefniđ er styrkt um 20.000.000 kr. áriđ 2018 en fćr einnig 25 milljónir á ári nćstu ţrjú ár á eftir.

 • Vínlandssetur í Dalabyggđ. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hljóta styrk til ađ byggja upp Vínlandssetur í Dalabyggđ. Međ ţví skapast valkostur í ferđaţjónustu sem getur orđiđ drifkraftur í frekari uppbyggingu á svćđinu. Styrkurinn nýtist til ađ ljúka lagfćringum á húsnćđi, viđbyggingu á veitingaađstöđu og til ađ hanna sýningar. Verkefniđ er styrkt um 15.000.000 kr.

 • Gestastofa Snćfellsness. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fćr styrk til ađ efla Gestastofu Snćfellsness. Gestastofan gegnir lykilhlutverki viđ eflingu ferđaţjónustu á sunnanverđu nesinu. Ţar verđur miđlađ upplýsingum og ţekkingu um svćđiđ til ferđamanna. Styrkurinn nýtist til endurbóta á húsnćđi og lagfćringa á umhverfi ţess. Verkefniđ er styrkt um 15.000.000 kr.

 • Ađgerđaáćtlun um sjálfbćra lýđfrćđilega ţróun miđsvćđisins. Samtök sveitarfélaga á Suđurlandi hlýtur styrk til ađ gera ađgerđaáćtlun um sjálfbćra lýđfrćđilega ţróun miđsvćđis Suđurlands. Á miđsvćđinu er mikil íbúafjölgun vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara. Á svćđinu er mikil íbúavelta, lág laun og einhćfni atvinnulífs. Unnin verđur rannsókn, móttökuáćtlun fyrir útlendinga, markađsgreining og verkefnisáćtlun. Markmiđiđ er ađ efla samfélagslega sjálfbćrni svćđisins. Verkefniđ er styrkt um 13.500.000 kr.

 • Nýsköpunar- og samfélagsmiđstöđvar á Vestfjörđum. Fjórđungssamband Vestfirđinga fćr styrk til ađ setja á fót nýsköpunar- og samfélagsmiđstöđvar í ţéttbýliskjörnum ţar sem slíkt er ekki til stađar. Slíkar miđstöđvar verđi vettvangur ţjónustu, sköpunar og frumkvöđlastarfs og ađ ţeim standi sveitarfélög, landshlutasamtök, fyrirtćki og einstaklingar. Styrkurinn nýtist til ađ standa undir rekstri ţessara stöđva og til starfs verkefnisstjóra. Verkefniđ er styrkt um 15.000.000 kr
 • Menningarbćrinn Seyđisfjörđur – stuđningur viđ faglegt starf. Samtök sveitarfélaga á Austurland hljóta styrk til ađ efla Seyđisfjörđ sem menningarbć. Styrkurinn nýtist til rekstrar og endurbóta á húsnćđi og rennur hann til húsnćđis Skaftfells og LungA, 7,5 mkr. hvora stofnun. Verkefniđ er styrkt um 15.000.000 kr. 
 • Stórskipahöfn í Finnafirđi. Eyţing fćr styrk til ađ stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og ţróunarfélag sem sér um kynningu og markađssetningu í samstarfi viđ Bremenport í Ţýskalandi. Styrkurinn nýtist til ađ halda áfram nauđsynlegri undirbúningsvinnu vegna ţessa. Verkefniđ er styrkt um 18.000.000 kr
 • Framleiđsla rafmagns međ lághitavatni úr borholu Ć3 viđ Skógarlón í Öxarfirđi. Eyţing hlýtur styrk til ađ setja upp varmarafal (ORC) til ađ framleiđa rafmagn međ lághita sem ţýđir hagkvćmari kćling og betri ending veitukerfa. Vatniđ úr borholunni er nú 116°C sem ţýđir ađ kćla ţarf ţađ inn á veituna. Styrkurinn nýtist til ađ velja lausnir, hanna ađstöđu, setja upp varmarafal og kerfi og koma á samstarfi. Verkefniđ er styrkt um 3.500.000 kr. á ári í ţrjú ár. 
 • Sköpunarmiđstöđin á Stöđvarfirđi. Samtök sveitarfélaga á Austurlandi hlýtur styrk fyrir tilraunaverkefni um byggđaţróun á sviđi menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Sköpunarmiđstöđin er tilraunaverkefni á sviđi menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Ráđast ţarf í endurbćtur á húsnćđinu og nýtist styrkurinn til ţessa ţáttar. Verkefniđ er styrkt um 5.000.000 kr.

Í valnefndinni sátu ţau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiđstöđ Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. starfsmađur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfrćđingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytinu, sem var formađur. Međ valnefnd störfuđu Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfrćđingur í ráđuneytinu og Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir sérfrćđingur hjá Byggđastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samrćmi viđ reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggđaáćtlunar fyrir árin 2018-2024.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389