Fara í efni  

Fréttir

Rannsóknasjóđi ćtlađ ađ standa ađ baki sérstöku átaki

Sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd sem var falið að koma með tillögur um hvernig auka mætti verðmæti sjávarfangs. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að miklir möguleikar séu á að auka nýtingu sjávarfangs, þar með talið aukaafurða og auka þannig verðmæti sjávarafurða. Í framhaldi af skýrslunni hefur sjávarútvegsráðherra stofnað AVS-rannsóknasjóð sem er ætlað að standa á bak við átak, sem er til fimm ára í fyrsta áfanga, til að auka virði íslenskra sjávarafurða og efla nýsköpun í greininni. Í frumvarpi til fjárlaga ársins 2004 er gert ráð fyrir sérstakri 100 m.kr. fjárveitingu til verkefna sjóðsins. Veittir hafa verið styrkir í verkefni á sviði fiskeldis, líftækni og framleiðslutækni. Iðnaðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti hafa gert með sér samkomulag um að stefna að uppbyggingu öndvegisseturs í auðlindalíftækni í tengslum við Háskólann á Akureyri. Unnið er að því að meta ávinning af því að öndvegissetrið verði stofnað og á grundvelli jákvæðrar niðurstöðu matsins munu ráðuneytin vinna saman að uppbyggingu þess.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389