Fara í efni  

Fréttir

Reboot Hack, nýsköpunarkeppni háskólanema fer fram um helgina

Reboot Hack er fyrsta háskólanemadrifna hakkaþonið á Íslandi og verður haldið nú í annað sinn helgina 14.-16.febrúar 2020. Í ár koma 12 háskólanemendur úr Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands að skipulagningu viðburðarins. Verkefnið hefur sömuleiðis verið unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri en öllum háskólanemendum í heiminum er velkomið að taka þátt.

Reboot Hack er nýsköpunarkeppni þar sem tilgangurinn er að finna lausnir á raunverulegum áskorunum innan samstarfsfyrirtækja, með þverfaglegri samvinnu ásamt því að tengja fyrirtæki við framúrskarandi háskólanema á ýmsum sviðum.

Hægt er að hugsa um hakkaþon sem uppfinningamaraþon eða nýsköpunarkeppni þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn keppa saman í hópum og vinna í 24 tíma að lausn við þeim áskorunum frá samstarfsaðilum, þ.á.m. Byggðastofnun. Verðlaun eru veitt þeim teymum sem finna bestu lausn við hverri og einni áskorun. 

,,Við vonumst til þess að á annað hundrað háskólanemendur muni sækja viðburðinn en hakkaþon snúast ekki um að “hakka heldur frekar um að skapa.” segir Kristjana Björk Barðdal, framkvæmdastjóri Reboot Hack

Áskoranirnar í ár eru afar fjölbreyttar, allt frá því hvernig hægt sé að leikjavæða sparnað til þess hvernig tækni getur aukið starfsánægju. Ítarlegri upplýsingar um áskoranirnar má finna hér. Þátttaka er ókeypis fyrir alla og í hverju teymi eru 2-5 þátttakendur. Skráning fer fram hér og viðburðinn á Facebook má finna hér.

Öllum er velkomið að líta við í Öskju en setningarathöfnin fer fram kl. 10 laugardaginn 15.febrúar en á sunnudeginum munu síðan teymin kynna lausnir sínar. Hægt verður að ganga á milli bása og hlýða á kynningar teymanna kl. 12-13:30 en topp fimm liðin munu síðan kynna lausnir sínar í sal 132 í Öskju kl. 14:15 þar sem dómarar velja síðan bestu lausnina. Í framhaldi af því fer fram verðlaunaafhending þar sem salurinn hefur einnig færi á því að kjósa sína uppáhalds lausn.

Reboot Hack var stofnað í maí 2018 af þremur vinkonum sem lögðu stund á tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hefur viðburðurinn tvöfaldast og verkefnastjórnin fjórfaldast.

 

Þeir samstarfsaðilar sem leggja fram áskorun eru Auður, Origo, KPMG, Vörður, AwareGo, Listaháskóli Íslands, Byggðastofnun og Ölgerðin.

Áskorun Byggðastofnunar byggir á lið B.7. Störf án staðsetningar í stefnumótandi byggðaáætlun.

 

Nánari upplýsingar veitir Kristjana Björk Barðdal, framkvæmdastjóri Reboot Hack

S: 858-7862, netfang: kristjana@reboothack.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389