Fréttir
Reglur um endurgreiðslu flutningskostnaðar mótaðar í haust
Í kjölfar greinargerðar Byggðastofnunar um flutningskostnað fyrirtækja á landsbyggðinni hefur ríkisstjórnin ákveðið að útfæra hugmyndir stofnunarinnar í reglur um endurgreiðslu flutningskostnaðarins. Iðnaðarráðuneytið annast gerð endurgreiðslureglnanna í samráði við hlutaðeigandi aðila og er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin taki reglurnar til afgreiðslu síðar í haust.
Í byrjun febrúar var kynnt í ríkisstjórn skýrsla nefndar um flutningskostnað. Ríkisstjórnin fól Byggðastofnun að meta umfang flutningagreina sem eiga undir högg að sækja staðsetningar vegna og meta hver styrkþörfin gæti verið.
Byggðastofnun hefur unnið að málinu síðan þá og safnað upplýsingum um flutningamagn og kostnað sem til greina gæti komið að styrkja.
Samkvæmt þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram verður landinu skipt upp í svæði og síðan verður tekin ákvörðun um hversu hátt hlutfall flutningskostnaðar kemur til endurgreiðslu á hverju svæði fyrir sig. Gert er ráð fyrir að á þennan hátt fari endurgreiðsluhlutfallið hækkandi eftir því sem lengd frá markaði er meiri.
Fram kemur í máli Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra í iðnarðarráðuneytinu, í Morgunblaðinu í dag að svipað fyrirkomulag sé við lýði í Svíþjóð. Með reglum af þessu tagi sé hugmyndin að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirtæki á landsbyggðinni standi höllum fæti á markaði vegna fjarlægðar frá honum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember