Fara í efni  

Fréttir

Rúmlega 40 milljónum ráđstafađ til verkefna áriđ 2004

Símenntunarmiðstöðvar eru starfræktar í öllum landshlutum. Hlutverk þeirra er að efla símenntun með því að miðla námskeiðum og auka samstarf atvinnulífs og skóla til að tryggja samkeppnishæfni byggðarlaga. Símenntunarmiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki í að veita stoðþjónustu við nemendur og aðstöðu fyrir kennslu. Þannig hefur skapast grundvöllur fyrir frekari þjónustu vegna háskólanáms. Á grundvelli samkomulags menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um átak í uppbyggingu menntunar og menningar á landsbyggðinni hefur verið ákveðið að vinna að uppbyggingu háskólanámsseturs á Egilsstöðum, fræðaseturs á Húsavík, eflingu þjónustu vegna háskólanáms og símenntunar á Vestfjörðum og eflingu símenntunarstöðva um land allt. Samtals var ráðstafað til þessara verkefna 41 m.kr. á árinu 2003.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389