Fara í efni  

Fréttir

Safnasafniđ hlýtur Eyrarrósina 2012

Safnasafniđ hlýtur Eyrarrósina 2012
Handhafar Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussa

Eyrarrósina 2012, viđurkenningu fyrir afburđa menningarverkefni á landsbyggđinni, hlýtur Safnasafniđ á Svalbarđsströnd og veittu ađstandendur ţess viđurkenningunni móttöku í dag laugardag viđ athöfn á Bessastöđum.

Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar afhenti verđlaunin.  Fjölmennt var viđ athöfnina en auk afhendingarinnar kynnti Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíđar í Reykjavík Eyrarrósina og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráđherra ávarpađi samkomuna. Sigríđur Thorlacius og Sigurđur Guđmundsson sungu einnig nokkur lög viđ góđar undirtektir gesta.

Verđlaunin sem Safnasafniđ hlýtur ásamt Eyrarrós í hnappagatiđ er fjárstyrkur ađ upphćđ 1,5 milljón, verđlaunagripur eftir Steinunni Ţórarinsdóttur auk flugmiđa frá Flugfélagi Íslands. Önnur tilnefnd verkefni í ár voru Sjórćningjahúsiđ á Vatneyri viđ Patreksfjörđ og tónlistarhátíđin Viđ Djúpiđ á Ísafirđi og ţau hljóta 250 ţúsund króna verđlaun auk flugmiđa.

Handhafi Eyrarrósarinnar, Safnasafniđ – Alţýđulistasafn Íslands, stendur viđ ţjóđveg eitt rétt utan viđ Akureyri, í gamla Ţinghúsinu á Svalbarđsströnd. Safniđ opnađi áriđ 1995 og vinnur merkilegt frumkvöđlastarf í ţágu íslenskrar alţýđulistar. Safniđ hefur fyrir löngu sannađ mikilvćgi sitt og sérstöđu í safnaflóru landsins og sýningar ţess byggja á nýstárlegri hugsun ţar sem alţýđulist og nútímalist mynda fagurfrćđilegt samspil. Í sölum Safnasafnsins sýna hliđ viđ hliđ frumlegir og ögrandi nútímalistamenn, sjálflćrđir alţýđulistamenn, einfarar og börn. Samspil heimilis, garđs, safns og sýningarsala er einstakt og sífellt er bryddađ upp á nýjungum. Safnasafniđ vinnur ötullega međ íbúum sveitarfélagsins og hefur frá upphafi haft frumkvćđi ađ samstarfi viđ leikskóla- og grunnskólabörn.   

Viđ athöfnina í dag tilkynnti Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíđar í Reykjavík ađ samningur ađstandenda Eyrarrósarinnar; Listahátíđar, Byggđastofnunar og Flugfélags Íslands, yrđi endurnýjađur til nćstu ţriggja ára, enda mikil ánćgja ađstandenda međ verkefniđ frá upphafi.

Metfjöldi umsókna var um Eyrarrósina í ár, en árlega er auglýst eftir umsóknum í fjölmiđlum og eru umsćkjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíđir, stofnanir og söfn. Fjögurra manna verkefnisstjórn, skipuđ forstjóra og stjórnarformanni Byggđastofnunar og stjórnanda og framkvćmdastjóra Listahátíđar í Reykjavík, tilnefnir og velur verđlaunahafa.

Verđlaunin hafa allt frá stofnun áriđ 2005 átt ţátt í ţví ađ efla fagmennsku og fćrni viđ skipulagningu menningarlífs og listviđburđa á landsbyggđinni og skapađ sóknarfćri á sviđi menningartengdrar ferđaţjónustu. Verđlaunin eru gríđarlega mikilvćg enda um veglega upphćđ ađ rćđa, en tilnefning til Eyrarrósar er einnig mikilsverđur gćđastimpill fyrir ţau afburđa menningarverkefni sem hann hljóta. 

Sigríđur Thorlacius og Sigurđur Guđmundsson sungu og léku viđ afhendingu Eyrarrósarinnar á Bessastöđum

Sigríđur Thorlacius og Sigurđur Guđmundsson sungu og léku viđ afhendingu Eyrarrósarinnar á Bessastöđum

Ađstandendur allrar tilnefndra verkefna ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú

 

Ađstandendur allrar tilnefndra verkefna ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú

Handhafar Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussaieff

Handhafar Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussaieff

Sćkja fréttatilkynningu hér sem pdf. skjal

Ljósmyndir í prentupplausn fyrir fjölmiđla:

Magnhildur Sigurđardóttir og Níels Hafstein taka viđ verđlaununum úr hendi Dorritar Moussaieff á Bessastöđum

Ađstandendur Eyrarrósarinnar 2012 ásamt öllum tilnefndum

Ađstandendur tilnefndra verkefna til Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú

Sigríđur Thorlacius og Sigurđur Guđmundsson tóku lagiđ fyrir gesti á afhendingu Eyrarrósarinnar á Bessastöđum

 

Nánari upplýsingar og viđtöl:

Níels Hafstein og Magnhildur Sigurđardóttir stofnendur og stjórnendur Safnasafnsins s. 862-2166

Steinunn Ţórhallsdóttir, markađs- og kynningarstjóri steinunn@artfest.iss. 862-3242

Guđrún Norđfjörđ, framkvćmdastjóri gudnord@artfest.iss. 866-6010

Heimasíđa Safnasafnsins: www.safnasafnid.is


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389