Fara í efni  

Fréttir

Sala rćkjuverksmiđju Bakkavíkur

Sala rćkjuverksmiđju Bakkavíkur
Frá undirritun samnings

Samningar hafa tekist milli Byggðastofnunar, þrotabús Bakkavíkur hf., og Kampa hf., um kaup Kampa á rækjuverksmiðju Bakkavíkur í Bolungarvík.

Bakkavík hf. varð gjaldþrota vorið 2010 og hefur Byggðastofnun frá þeim tíma leitast við að koma starfsemi aftur af stað í húsnæði félagsins við höfnina í Bolungarvík, sem hýsti áður eina fullkomnustu rækjuverksmiðju í Evrópu.

Kampi hf. hefur byggt upp eina öflugustu rækjuvinnslu landsins á Ísafirði. Að fyrirtækinu stendur útgerðarfélagið Birnir í Bolungarvík auk samstarfsmanna, og er ætlunin að nýta húsnæðið undir fiskverkun, rækjuvinnslu og mjölvinnslu úr rækjuskel, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Kampa reikna með að starfsemi geti hafist í húsnæðinu mjög fljótlega.

Byggðastofnun lýsir ánægju með að þessar eignir séu loks komnar í hendur duglegra manna sem hafa fullan hug á að koma þar af stað fjölbreyttri starfsemi. Kampi hefur sýnt góðan rekstur eftir að hafa tekist á hendur endurreisn rækjuverksmiðju Miðfells á Ísafirði fyrir nokkrum árum og óskar Byggðastofnun þeim velfarnaðar í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.

Frekari upplýsingar veita Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar í síma 455-5400 og Jón Guðbjartsson stjórnarformaður Kampa hf., í síma 450-4000


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389