Fara í efni  

Fréttir

Samanburđur á orkukostnađi heimila

Samanburđur á orkukostnađi heimila
Samanburđur á milli ára

Á fundi stjórnar Byggđastofnunar ţann. 16. febrúar s.l. var kynnt ný samantekt ţróunarsviđs Byggđastofnunar um orkukostnađ heimila á ársgrundvelli. Eftirfarandi bókun um málefniđ var samţykkt:
„Kynnt var ný samantekt ţróunarsviđs um orkukostnađ heimila á ársgrundvelli. Orkustofnun var fengin til ađ reikna út kostnađ viđ raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum ţéttbýlisstöđum og nokkrum stöđum í dreifbýli, á ársgrundvelli frá árinu 2013. Viđmiđunareignin er einbýlishús, 140 m2 ađ grunnfleti og 350m3 . Viđ útreikninga ţessa er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekiđ saman annarsvegar og hitunarkostnađur hinsvegar. Gjöldin eru reiknuđ út samkvćmt gjaldskrá ţann 1. september 2017. Báđir ţessir liđir vega ţungt í rekstrarkostnađi heimila, hvort sem ţau eru í ţéttbýli eđa dreifbýli. Úttektin leiđir í ljós ađ kostnađur milli landsvćđa mjög mismunandi. Á heildina litiđ er hann í öllum tilfellum meiri í dreifbýli en ţéttbýli. Stjórn Byggđastofnunar minnir á ađ jöfnun lífskjara er grunnţáttur í byggđastefnu stjórnvalda og ţví mikilvćgt ađ horfa til ađgerđa sem vćru til ţess fallnar ađ draga úr ţessum mun.“

Byggđastofnun hefur fengiđ Orkustofnun til ađ reikna út kostnađ viđ raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum ţéttbýlisstöđum og nokkrum stöđum í dreifbýli, á ársgrundvelli frá árinu 2013. Viđmiđunareignin er einbýlishús, 140 m2 ađ grunnfleti og 350m3. Af ţeim stöđum sem skođađir voru, reynist rafmagnsverđ hćst hjá öllum notendum í dreifbýli kr. 113.365 til kr. 118.874 miđađ viđ lćgsta mögulega verđ. Áriđ 2016 var ţađ kr. 108.483 í dreifbýli og áriđ 2015 hćst hjá Orkubúi Vestfjarđa í dreifbýli kr. 102.010. Hćkkunin á milli áranna 2016 til 2017 er ţví tćp 10% og tćp 17% á milli áranna 2015 til 2017.

Viđ útreikninga ţessa er almenn rafmagns notkun og fastagjald tekiđ saman annarsvegar og hitunarkostnađur hinsvegar. Gjöldin eru reiknuđ út samkvćmt gjaldskrá ţann 1. september 2017 en til samanburđar eru gjöld frá sama tíma áriđ 2016 og frá 1. apríl 2015. Neđst má sjá töflu međ upplýsingum um orkukostnađ, en miđađ er viđ sömu stađi og fyrri ár. Áriđ 2016 var tveimur stöđum bćtt viđ, Flúđum og Seltjarnarnesi.

Raforka
Notendur eru bundnir ţví ađ greiđa fyrir dreifingu- og flutning á rafmagni frá dreifiveitum sem hefur sérleyfi á viđkomandi svćđi. Notendum virđist hins vegar ekki vera almennt ljóst ađ ţeim er heimilt ađ kaupa raforku af hvađa sölufyrirtćki sem ţeir kunna ađ kjósa en ţau eru nokkur og međ mismunandi verđ. Lćgsta mögulega verđ er ţađ verđ sem notendur geta fengiđ međ ţví ađ velja orkusala sem býđur lćgsta söluverđ á raforku á hverjum tíma. Munur á milli lćgsta mögulega verđs og algengasta verđs hefur lćkkađ á milli ára, var mest rúm 6% á Höfuđborgarsvćđinu og á Akranesi en er nú mestur rúm 2% á sömu stöđum. Annars stađar er munurinn lítill ef einhver.

Á međfylgjandi mynd má sjá lćgsta mögulega verđ á raforku sem notendum stendur til bođa á hverjum stađ, međ dreifingar- og flutningskostnađi. Lćgsta mögulega verđ fćst á Akureyri, um 76 ţúsund krónur fyrir áriđ 2017. Í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarđa er lćgsta mögulega verđ 56% hćrra en á Akureyri, eđa tćpar 119 ţúsund krónur.

Raforkunotkun - lćgsta mögulega verđ 2017

Á međfylgjandi mynd má sjá samanburđ síđustu ţriggja ára á lćgsta mögulega verđi.

Raforkunotkun - lćgsta verđ samanburđur 2015 - 2017

Algengasta verđ á raforku sem notendum stendur til bođa, međ dreifingar- og flutningskostnađi, má sjá á međfylgjandi mynd.

Raforkunotkun algengasta verđ 2017

Af ţeim stöđum sem skođađir voru, reynist rafmagnsverđ hćst hjá öllum notendum í dreifbýli kr. 113.365 til kr. 118.874 miđađ viđ lćgsta mögulega verđ. Áriđ 2016 var ţađ kr. 108.483 í dreifbýli og áriđ 2015 hćst hjá Orkubúi Vestfjarđa í dreifbýli kr. 102.010. Hćkkunin á milli áranna 2016 til 2017 er ţví tćp 10% og tćp 17% á milli áranna 2015 til 2017.

Í ţéttbýli er rafmagnsverđ hćst á orkuveitusvćđi Orkubús Vestfjarđa kr. 91.018 en var hćst kr. 83.760 á sama stađ í fyrra. Lćgst er rafmagnsverđiđ á Akureyri kr. 76.067 og var einnig lćgst áriđ 2016, ţá kr. 71.456. Orkukostnađur í dreifbýli er 30% hćrri en hćsta verđ í ţéttbýli. Í ţéttbýli er hćsta verđ 20% hćrra en lćgsta verđ og hefur munurinn aukist um 3% frá árinu 2016.

Sjá má samanburđ síđust ţriggja ára á algengasta verđi á međfylgjandi mynd.

Raforkunotkun algengasta verđ samanburđur 2015-2017

Húshitun
Ţegar kemur ađ húshitunarkostnađi er munurinn öllu meiri. Fyrir ári síđan var lćgsti mögulegur kostnađur hćstur á orkuveitusvćđi RARIK í dreifbýli, hjá Orkubúi Vestfjarđa í dreifbýli, á Hólmavík, í Grundarfirđi, á Neskaupstađ, á Reyđarfirđi og í Vopnafjarđarhreppi kr. 182.210. Hefur sá kostnađur hćkkađ um rúm 5% og er nú kr. 191.666.  Ţá eru Bolungarvík, Ísafjörđur og Patreksfjörđur einnig međ sama kostnađ áriđ 2017, kr. 191.666 fyrir húshitun á ári og nemur hćkkunin 11% frá fyrra ári.

Af ţeim stöđum sem skođađir voru áriđ 2016 var lćgsti húshitunarkostnađurinn í Hveragerđi kr. 80.239, á Flúđum kr. 51.562 og á Seltjarnarnesi kr. 47.058. Miđađ viđ sömu stađi í ár eru Flúđir og Seltjarnarnes einnig međ lćgstan kostnađ kr. 61.628 og kr. 55.380. Ţá kemur Grindavík međ kr. 84.632. Međ Seltjarnarnes sem ódýrasta kostinn er munurinn á hćsta og lćgsta verđi 246%.

Húshitun lćgsta verđ 2017

 

Á međfylgjandi mynd má sjá samanburđ húshitunarkostnađar síđust ţriggja ára á lćgsta mögulega verđi.

Húshitun lćgsta verđ samanburđur 2015-2017

Heildarorkukostnađur
Í töflunni hér neđst má međal annars sjá algengasta verđiđ á heildarorkukostnađi á hverjum stađ sem og lćgsta mögulega verđ. Í flestum tilvikum er um lítinn mun ađ rćđa ef einhvern, ađ međaltali tćplega 1%. Mestur er munurinn á Grundarfirđi, á Neskaupsstađ og í Vopnafjarđarhreppi um 2,5%.

Ef horft er til lćgsta mögulega heildarorkukostnađar ţá er hann, líkt undanfarin ár, hćstur í dreifbýli á orkuveitusvćđi Orkubús Vestfjarđa nú kr. 310.540 eđa tćpum 7% hćrri en áriđ 2016. Heildarkostnađur í ţéttbýli var hćstur á Hólmavík kr. 265.970 áriđ 2016. Nú eru Bolungarvík, Patreksfjörđur og Ísafjörđur eru međ sama kostnađ, og hefur hćkkađ um 7% frá árinu 2016. Miđađ viđ ţá stađi sem nú er horft til var heildarkostnađurinn lćgstur á Seltjarnarnesi kr. 122.599 og er enn lćgstur nú kr. 136.023. Hćsta verđ í dreifbýli er ţví 128% hćrra en lćgsta verđ í ţéttbýli. Í ţéttbýli er hćsta verđ 108% hćrra en lćgsta verđ.

Á međfylgjandi mynd má sjá samanburđ heildar orkukostnađar síđust ţriggja ára á lćgsta mögulega verđi.

Orkukostnađur alls - lćgsta verđ samanburđur 2015-2017

Hafa ber í huga ađ á nokkrum stöđum er veittur afsláttur af gjaldaskár hitaveitu ţar sem ekki er hćgt ađ tryggja lágmarkshita vatns til notanda.

Tafla 2017

 Nánari upplýsingar veitir Anna Lea Gestsdóttir hjá Byggđastofnun.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389