Fara í efni  

Fréttir

Samanburđur á orkukostnađi heimila 2018

Samanburđur á orkukostnađi heimila 2018
Heildarorkukostnađur 2018

Líkt og undanfarin ár, hefur Byggđastofnun fengiđ Orkustofnun til ađ reikna út kostnađ á ársgrundvelli viđ raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum ţéttbýlisstöđum og nokkrum stöđum í dreifbýli. Viđmiđunareignin er einbýlishús, 140 m2 ađ grunnfleti og 350m3. Ţá er miđađ er viđ 4.500 kWst í almennri rafmagns notkun og 28.400 kWst viđ húshitun. Árlegir útreikningar eru nú til frá árinu 2013.

Viđ útreikninga ţessa er almenn rafmagns notkun og fastagjald tekiđ saman annarsvegar og hitunarkostnađur hinsvegar. Gjöldin eru reiknuđ út samkvćmt gjaldskrá ţann 1. september 2018 en til samanburđar eru gjöld frá sama tíma árin 2017 og 2016. Miđađ er viđ sömu stađi og fyrri ár auk ţess ađ nú hefur Mosfellsbć og Hafnarfirđi veriđ bćtt inn. Á Höfuđborgarsvćđinu eru sömu gjöld fyrir Reykjavík, Kópavog og Garđabć ţar sem Veitur ohf. eru međ sérleyfi fyrir flutning og dreifingu á rafmagni sem og til reksturs hitaveitu. Ţađ sem er frábrugđiđ í Hafnarfirđi er ađ HS Veitur eru međ sérleyfiđ fyrir flutning og dreifingu á rafmagni en í Mosfellsbć er Hitaveita Mosfellsbćjar međ sérleyfiđ til reksturs hitaveitu.

Lćgsta mögulega verđ á raforku sem notendum stendur til bođa á hverjum stađ, međ flutnings- og dreifingarkostnađi fćst á Akranesi, í Mosfellsbć, á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, um 79 ţúsund krónur. Í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarđa er lćgsta mögulega verđ 53% hćrra, eđa 120 ţúsund krónur.

Ţegar kemur ađ húshitunarkostnađi er munurinn öllu meiri. Fyrir ári síđan var lćgsta mögulega verđ hćst á orkuveitusvćđi RARIK í dreifbýli, hjá Orkubúi Vestfjarđa í dreifbýli, á Hólmavík, í Grundarfirđi, á Neskaupstađ, á Reyđarfirđi og í Vopnafjarđarhreppi kr. 191.666. Hefur sá kostnađur hćkkađ um tćp 2% og er nú kr. 195.134.

Ef horft er til lćgsta mögulegaverđs heildarorkukostnađar ţá er hann, líkt undanfarin ár, hćstur í dreifbýli á orkuveitusvćđi Orkubús Vestfjarđa nú kr. 315.179 eđa 1,5% hćrri en áriđ 2017.  Miđađ viđ ţá stađi sem nú er horft til er heildarorkukostnađurinn lćgstur á Seltjarnarnesi kr. 138.557. Hćsta verđ í ţéttbýli er ţví 107% hćrra en ţađ lćgsta.

Nánari upplýsingar og myndir má sjá í međfylgjandi skýrslu.

Hafa ber í huga ađ á nokkrum stöđum er veittur afsláttur af gjaldaskár hitaveitu ţar sem ekki er hćgt ađ tryggja lágmarkshita vatns til notanda. Útreikningarnir miđast viđ upplýsingar um hitastig sem hitaveiturnar skila inn til Orkustofnunar, gjaldskrár dreifiveitna, orkusölufyrirtćkja og hitaveitna. Einnig eru öll verđ međ sköttum og öđrum gjöldum.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389