Fara í efni  

Fréttir

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum

Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu.  Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351m3. Stærð lóðar er 808m2. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2010 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2011 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.


Til að forðast skekkjur var útreikningur fasteignagjaldanna sendur á viðkomandi sveitarfélag og óskað eftir að athugasemdir yrðu gerðar ef um skekkjur er að ræða. Tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem bárust.

Fasteignamat er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Fasteignamat húss og lóðar á höfuðborgarsvæðinu, miðað við meðaltal, er 30,1 milljón og hefur lækkað úr 34,2 milljónum árið 2009. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru utan höfuðborgarsvæðisins er matið hæst á Akureyri, 23,8 milljónir, og í Keflavík 22,6 milljónir. Hafa Akureyri og Keflavík sætaskipti á listanum. Lægst er matið eins og áður á Patreksfirði, 7,8 milljónir, í Bolungarvík, 8,9 milljónir og á Siglufirði, 9,0 milljónir. Það er því ljóst að fasteignamatið er mjög mishátt þó heldur hafi dregið saman. Á það bæði við um lóðarmat og húsamat. Ástæða þess að saman dregur er sú að matið lækkar mest þar sem það var hæst. Nú er lægsta mat 26% af hæsta mati en í fyrra var munurinn 23%.

Þegar horft er á fasteignagjöldin breytist myndin verulega. Tekið skal fram að hér er horft til allra svokallaðra fasteignagjalda, það er fasteignaskatts, lóðarleigu, fráveitugjalds, vatnsgjalds og sorpgjalda. Meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu fasteignagjöldin. Því valda álagningarreglur einstakara sveitarfélaga. Gjöldin eru nú hæst á Ísafirði, 263 þúsund en lægst á Patreksfirði, 137 þúsund. Gjöldin á Patreksfirði eru því rétt rúmlega 50% af gjöldunum á Ísafirði. Þarna hefur líka dregið saman með hæstu og lægstu gjöldum.

Rétt er að taka fram að sveitarfélög veita mismunandi þjónustu til dæmis hvað varðar sorpurðun og förgun og sums staðar er rukkað fyrir þjónustu sem er innifalin í gjöldum annars staðar. Þá er og rétt að vekja athygli á því að á einstaka stað er fasteignamat mismunandi eftir hverfum í framangreindum stöðum. Loks er ástæða til að vekja athygli á því að í sveitarfélögum með fleiri en einn þéttbýliskjarna er fasteignamatið mjög mishátt eftir kjörnum og þar með fasteignagjöldin. Sama á við um dreifbýli. Tekið skal fram að á Akranesi er lóðarleiga mismunandi eftir því hvenær lóðarleigusamningar voru gerðir. Hér er miðað við nýja samninga. Hefði verið miðað við eldri samninga hefðu gjöldin þar verið 28 þúsund krónum lægri.

Samanburður á fasteignagjöldum, hús og lóðarmat 2011

Heildar fasteigna- og lóðarmat 2011

Tafla með fjárhæðum


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389