Fara í efni  

Fréttir

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum
Samanburður á fasteignagjöldum

Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu eins og undanfarin ár. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti. Stærð lóðar er 808m2. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2013 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2014 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi. Til að forðast skekkjur var útreikningur fasteignagjaldanna sendur á viðkomandi sveitarfélag og óskað eftir að athugasemdir yrðu gerðar ef um skekkjur er að ræða. Tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem bárust.

Fasteignamat er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Fasteignamat húss og lóðar á höfuðborgarsvæðinu, miðað við meðaltal, er 38,2 milljónir og hefur hækkað úr 36,6 milljónum árið 2012. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru utan höfuðborgarsvæðisins er matið hæst á Akureyri 31,6 milljónir, var 30,7 milljónir 2012. Nú eru Vestmannaeyjar komnar í annað sæti með mat upp á 26,4 milljónir 2013 og Stykkishólmur í þriðja sæti með mat upp á 25,6 milljónir. Í fyrra var Akranes næst á eftir Akureyri og þar á eftir kom svo Keflavík. Lægst er matið eins og áður á Patreksfirði 10,6 milljónir, var 9,7 milljónir. Næst lægst er matið í Vopnafirði, 11,0 milljónir, hækkar úr 10,8 milljónum. Þriðja lægsta matið er nú í Bolungarvík, 12,2 milljónir, var 11,9 milljónir í fyrra og þá næst lægst. Mest hefur fasteignamatið hækkað milli ára á Hólmavík, um 29,4% og á Seyðisfirði um 14,3%. Það lækkar hins vegar um 2,5% í Grindavík og um 1,6% í Keflavík.

Þegar horft er á fasteignagjöldin breytist myndin verulega eins og undanfarin ár. Tekið skal fram að hér er horft til allra svokallaðra fasteignagjalda, það er fasteignaskatts, lóðarleigu, fráveitugjalds, vatnsgjalds og sorpgjalda. Meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu fasteignagjöldin. Því valda álagningarreglur einstakara sveitarfélaga. Gjöldin eru nú hæst í Grundarfirði, 319 þúsund, næsthæst í Stykkishólmi 301 þúsund og þriðju hæstu gjöldin eru á Húsavík 300 þúsund. Á síðasta ári voru gjöldin hæst á Grundarfirði 303 þúsund. Lægstu gjöldin eru á Vopnafirði 164 þúsund en gjöldin voru líka lægst á Vopnafirði í fyrra, 138 þúsund. Gjöldin á Vopnafirði í ár eru 52% af gjöldunum í Grundarfirði. Það er minni munur en í fyrra þegar lægstu gjöld voru 45% af hæstu gjöldum.

Hástökkvari ársins hvað fasteignagjöldin varðar eru Vestmannaeyjar þegar horft er til hækkunar í krónum en þar hækka gjöldin um 37 þúsund. Í prósentum hækka gjöldin hins vegar mest á Vopnafirði, um 19,4%. Mest lækka gjöldin á Dalvík í prósentum um 3,6%. Lækkunin í krónutölu er líka mest á Dalvík, 8 þúsund.

 Rétt er að taka fram að sveitarfélög veita mismunandi þjónustu til dæmis hvað varðar sorpurðun og förgun og sums staðar er rukkað fyrir þjónustu sem er innifalin í gjöldum annars staðar. Þá er og rétt að vekja athygli á því að á einstaka stað er fasteignamat mismunandi eftir hverfum á framangreindum stöðum. Loks er ástæða til að vekja athygli á því að í sveitarfélögum með fleiri en einn þéttbýliskjarna er fasteignamatið mjög mishátt eftir kjörnum og þar með fasteignagjöldin. Sama á við um dreifbýli. Fyrir kemur að mismunandi reglum er beitt við útreikning lóðarleigu innan sama þéttbýlis, til dæmis vegna þess að eldri samningar kveða á um aðrar reikniaðferðir. Hér er miðað við nýjustu samninga.

Heildarfasteigna- og lóðarmat 2014 (mynd)

Samanburður á fasteignagjöldum hús og lóðarmat 2014 (mynd)

Samanburður á fasteignagjöldum 2013 og 2014 (mynd)

Samanburður á fasteignamati 2013 og 2014 (mynd)

Fasteignamat og fasteignagjöld 2014 (tafla)


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389