Fara efni  

Frttir

Sami um verkefni Sunnan 3

Byggðastofnun hefur undirritað samstarfssamning um verkefnið Sunnan 3 sem er annað tveggja verkefna sem valin voru í samkeppni um framkvæmd rafræns samfélags. Að Sunnan 3 standa sveitarfélögin Ölfus, Hveragerðisbær og Árborg og fá þau samanlagt 54 milljónir króna á næstu þremur árum til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum um uppbygigngu rafræns samfélags sem þau kynntu í samkeppni sem Byggðastofnun efndi til á síðasta ári.

Byggðastofnun hefur undirritað samstarfssamning um verkefnið Sunnan 3 sem er annað tveggja verkefna sem valin voru í samkeppni um framkvæmd rafræns samfélags. Að Sunnan 3 standa sveitarfélögin Ölfus, Hveragerðisbær og Árborg og fá þau samanlagt 54 milljónir króna á næstu þremur árum til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum um uppbygigngu rafræns samfélags sem þau kynntu í samkeppni sem Byggðastofnun efndi til á síðasta ári. Rafrænt samfélag er liður í byggðaáætlun stjórnvalda.
Innan skamms verður undirritaður hliðstæður samningur um verkefnið "Virkjum alla" sem er samstarf  Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar um innleiðingu rafræns samfélags.

Á meðfylgjandi mynd er Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar ásamt forsvarsmönnum þeirra þriggja sveitarfélaga sem standa að Sunnan 3. Þeir eru: Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar og  Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-16:00 | kt. 450679-0389