Fara í efni  

Fréttir

Samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Bifröst

Samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Bifröst
frá undirritun samkomulagsins

Föstudaginn 20. október var skrifað undir samkomulag um samstarf milli Byggðastofnunar og Háskólans á Bifröst. Arnar Már Elíasson forstjóri og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs skrifuðu undir fyrir hönd Byggðastofnunar og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor og Stefan Wendt staðgengill rektors fyrir hönd Háskólans á Bifröst.

Markmið samkomulags er að efla samstarf í þágu rannsókna og þekkingar á byggða- og sveitarstjórnarmálum og á vægi menningar og skapandi greina í landsbyggðunum. Að efla vitund og kynningu á niðurstöðum rannsókna svo ávinningur og notagildi gagnist sem best við stefnumótun og ákvarðanatöku. Auk þess að stuðla að jákvæðri byggðaþróun sem og sjálfbærni byggða og sveitarfélaga með því að efla faglega umræðu sem byggir á gögnum og þekkingu.

Samstarf hingað til hefur verið farsælt en með því að setja um það umgjörð standa vonir til að stuðlað verði að auknum ávinningi og áframhaldandi byggðaþróun landsbyggðanna. Tengiliðir samstarfs eru Hanna Dóra Björnsdóttir sérfræðingur á þróunarsviði  Byggðastofnunar og Vífill Karlsson prófessor við Háskólann á Bifröst.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389