Fara í efni  

Fréttir

Samkomulag um nýtingu Aflamarks Byggđastofnunar á sunnanverđum Vestfjörđum

Undirritađur hefur veriđ samningur um aukna byggđafestu á vinnusóknarsvćđum ţéttbýlisstađa á sunnanverđum Vestfjörđum. Samningurinn felur í sér samstarf um nýtingu á 400 ţorskígildistonna aflamarki árlega í ţrjú ár auk mótframlags samstarfsađila. Ađ samkomulaginu koma, auk Byggđastofnunar, Oddi hf. á Patreksfirđi og útgerđarfyrirtćkin Stegla ehf. og Garraútgerđin ehf. á Tálknafirđi. 

Oddi hf. gerir ráđ fyrir 4.000-5.000 tonna vinnslu í fiskvinnslu Odda hf. á Patreksfirđi og međ ríflega 60 starfsmönnum auk 25 starfa á sjó. Ţađ er von samningsađila ađ samkomulaginu sé lagđur grunnur ađ aukinni byggđafestu á Sunnanverđum Vestfjörđum í framhaldi af lokun fiskvinnslu Ţórsbergs ehf. á Tálknafirđi. 

Samkomulag um Aflamark Byggđastofnunar er nú í gildi á eftirtöldum tíu stöđum: Bakkafirđi, Breiđdalsvík, Djúpavogi, Drangsnesi, Flateyri, Hrísey,  Raufarhöfn, Suđureyri, Sunnanverđum Vestfjörđum og Ţingeyri. Auk ţess hefur veriđ samţykkt ađ ganga til samninga viđ ađila í Grímsey um nýtingu Aflamarks Byggđastofnunar. 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389