Fara í efni  

Fréttir

Samkomulag um undirbúning framhaldsnáms í byggđaţróunarfrćđum viđ Háskólann á Akureyri

Fyrr í vikunni undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, samning um undirbúning framhaldsnáms í byggðaþróunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þetta er gert í samræmi við ákvæði í í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar 2002-2005 þar sem m.a. er lögð áhersla á eflingu menntastofnana og samþættingu rannsókna og stuðningsaðgerða í þeim tilgangi að afrakstur þeirra verði sem mestur fyrir byggðaþróunina.

Í samkomulaginu segir að Akureyri hafi vaxið og dafnað sem helsta miðstöð háskólanáms og rannsókna utan Reykjavíkur. Þar hafi orðið til stofnanir sem vinna að rannsóknum og verkefnum sem tengist byggðaþróun á Íslandi og á norðurheimskautssvæðinu með Ísland sem hluta þess svæðis. Þeim er einnig ætlað að miðla upplýsingum og fræðslu um eigin sérsvið. Auk Háskólans á Akureyri er hér m.a. um að ræða eftirtaldar stofnanir: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar; skrifstofur á vegum verkefnaáætlananna Protection of the Artic Marine Environment (PAME) og Conservation of the Artic Fauna and Flora (CAFF); Byggðarannsóknarstofnun Íslands og Samtök um landbúnað á norðurslóðum.

 

“Stofnanirnar hafa getið sér gott orð í fræðiheiminum og eflt orðstír Íslands og þá sérstaklega Akureyrar í alþjóðlegu vísindasamfélagi. Unnt er að styrkja stöðu þessara stofnana með meira samstarfi þeirra á milli og ná þannig meiri árangri. Þetta mun styrkja háskólann, stöðu landsbyggðarinnar og samkeppnisstöðu Íslands í víðara samhengi. Í samræmi við áherslur byggðaáætlunar 2002-2005 vill iðnaðarráðuneytið stuðla að því að starfsemi þessi geti eflst og leitt til meiri heildarávinnings. Iðnaðarráðuneytið og Háskólinn á Akureyri hafa á grundvelli þessa ákveðið að vinna að því að efla samstarf stofnana háskólans en veigamesti þáttur þess er að koma á fót meistaranámi við hina nýju félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri í byggðaþróunarfræðum, samfélags- og hagþróun á norðurslóðum og í heimskautarétti. Slíkt nám myndi stuðla að menntun og málefnum sem sérstaklega snúa að þörfum landsbyggðarinnar og um leið styrkja starfsemi einstakra stofnana háskólans og efla stöðu hans í alþjóðlegu háskólasamfélagi,” segir í samkomulaginu.

Iðnaðarráðuneytið og Háskólinn á Akureyri munu beita sér fyrir því að til þessa samstarfsverkefnis verði varið allt að þremur milljónum króna sem skiptist til helminga á ráðuneytið og háskólann.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389