Fara efni  

Frttir

Samkomulag um undirbning framhaldsnms byggarunarfrum vi Hsklann Akureyri

Fyrr í vikunni undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, samning um undirbúning framhaldsnáms í byggðaþróunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þetta er gert í samræmi við ákvæði í í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar 2002-2005 þar sem m.a. er lögð áhersla á eflingu menntastofnana og samþættingu rannsókna og stuðningsaðgerða í þeim tilgangi að afrakstur þeirra verði sem mestur fyrir byggðaþróunina.

Í samkomulaginu segir að Akureyri hafi vaxið og dafnað sem helsta miðstöð háskólanáms og rannsókna utan Reykjavíkur. Þar hafi orðið til stofnanir sem vinna að rannsóknum og verkefnum sem tengist byggðaþróun á Íslandi og á norðurheimskautssvæðinu með Ísland sem hluta þess svæðis. Þeim er einnig ætlað að miðla upplýsingum og fræðslu um eigin sérsvið. Auk Háskólans á Akureyri er hér m.a. um að ræða eftirtaldar stofnanir: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar; skrifstofur á vegum verkefnaáætlananna Protection of the Artic Marine Environment (PAME) og Conservation of the Artic Fauna and Flora (CAFF); Byggðarannsóknarstofnun Íslands og Samtök um landbúnað á norðurslóðum.

 

“Stofnanirnar hafa getið sér gott orð í fræðiheiminum og eflt orðstír Íslands og þá sérstaklega Akureyrar í alþjóðlegu vísindasamfélagi. Unnt er að styrkja stöðu þessara stofnana með meira samstarfi þeirra á milli og ná þannig meiri árangri. Þetta mun styrkja háskólann, stöðu landsbyggðarinnar og samkeppnisstöðu Íslands í víðara samhengi. Í samræmi við áherslur byggðaáætlunar 2002-2005 vill iðnaðarráðuneytið stuðla að því að starfsemi þessi geti eflst og leitt til meiri heildarávinnings. Iðnaðarráðuneytið og Háskólinn á Akureyri hafa á grundvelli þessa ákveðið að vinna að því að efla samstarf stofnana háskólans en veigamesti þáttur þess er að koma á fót meistaranámi við hina nýju félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri í byggðaþróunarfræðum, samfélags- og hagþróun á norðurslóðum og í heimskautarétti. Slíkt nám myndi stuðla að menntun og málefnum sem sérstaklega snúa að þörfum landsbyggðarinnar og um leið styrkja starfsemi einstakra stofnana háskólans og efla stöðu hans í alþjóðlegu háskólasamfélagi,” segir í samkomulaginu.

Iðnaðarráðuneytið og Háskólinn á Akureyri munu beita sér fyrir því að til þessa samstarfsverkefnis verði varið allt að þremur milljónum króna sem skiptist til helminga á ráðuneytið og háskólann.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389