Fara í efni  

Fréttir

Samningar um sóknaráætlanir landshluta til fimm ára

Samningar um sóknaráætlanir landshluta til fimm ára
Frá undirritun samninga

Í gær var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Þar með var stórum áfanga náð í samskiptum ríkisins við landshlutasamtök sveitarfélaga og mikilvæg skref stigin í átt að einfaldara og gagnsærra kerfi.

Fyrir hönd ríkisins skrifuðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson undir samninginn en fyrir hönd landshlutasamtaka sveitarfélaga voru það formenn eða framkvæmdarstjórar þeirra.  

Nokkur reynsla er komin af sóknaráætlunum landshluta enda hafa þær verið við líði í frá árinu 2013 í núverandi formi, en hingað til hefur verið samið til eins árs. Með því að gera samning um föst fjárframlög til fimm ára skapast rými til áætlunargerðar og eftirfylgni með nýjum og markvissari hætti. Í þessum samningi eru sameinaðir fjórir pottar úr tveimur ráðuneytum, þ.e. menningarsamningar og framlög til menningartengdrar ferðaþjónustu, vaxtarsamningar og gömlu sóknaráætlanirnar. Heildarupphæð samningana er ríflega 550 milljónir króna á ári en til viðbótar mun mennta- og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta.  Þá skuldbinda samningsaðilar sig til að vinna að því að auka ráðstöfunarfé til samningsins á samningstímanum.

Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukin völd og ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins. 

Undirritunin í gær fór fram í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík og ávörp fluttu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Friðbjörg Matthíasdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FV fyrir hönd landshlutasamtaka sveitarfélaga, en FV fer nú með formennsku á samstarfsvettvangi landshlutasamtakanna. 

Byggðastofnun gegnir stóru hlutverki í sóknaráætlunum landshluta. Það felst meðal annars í því að stofnunin annast umsýslu og afgreiðslu framlaga til landshlutasamtakanna og starfsmaður stofnunarinnar er verkefnisstjóri og vinnur með stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál.

Samkvæmt samningunum eiga sóknaráætlanir að liggja fyrir í öllum landshlutum eigi síðar en 22. júní nk.

Ræða sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra

Ræða Karls Björnssonar

Ræða Aðalsteins Óskarssonar

Myndir frá athöfninni


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389