Fara í efni  

Fréttir

Samningur um aflamark Byggðastofnunar á Djúpavogi

Samningur um aflamark Byggðastofnunar á Djúpavogi
Eldiskvíar Fiskeldis Austfjarða í Berufirði

Byggðastofnun, Búlandstindur  og Fiskeldi Austfjarða hafa gert með sér samkomulag um aukna byggðafestu á Djúpavogi. Samkomulagið felur í sér samstarf um nýtingu á 400 þorskígildistonna aflaheimildum af Aflamarki Byggðastofnunar auk mótframlags samstarfsaðila í eldis- og bolfiski. Samkomulagið er til 3 ára, með möguleika á framlengingu um 1 ár. 

Verkefnið felur í sér að styðja við og byggja upp heilsárvinnslu sem byggir á sjávarfangi og fiskeldisafurðum og jafna út árstíðabundnar sveiflur í hráefnisöflun í hvorum vinnsluflokknum fyrir sig. Gert er ráð fyrir allt að 1.300 tonna vinnslu á bolfiski og stigvaxandi slátrun á eldisfiski sem verði komið í um 5.000 tonn í lok samningstímabilsins. Vonir standa til að með þessu samkomulagi Byggðastofnunar, Búlandstinds og Fiskeldis Austfjarða sé lagður grunnur að aukinni byggðafestu á Djúpavogi og að stöðugleiki komist á eftir brotthvarf Vísis hf. frá staðnum.

Samkomulag um Aflamark Byggðastofnunar er nú í gildi á eftirtöldum stöðum átta stöðum: Bakkafirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Drangsnesi, Hrísey,  Raufarhöfn, Suðureyri og Tálknafirði.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389