Fara í efni  

Fréttir

Samráđfundir

Samráđfundir
Frá vinstri: Elín Líndal, Björn Magnússon, Páll Dagbjartsson, Jón Óskar Pétursson, Gunnar Bragi Sveinsson. Aftan viđ Elínu situr Guđrún Kloes.
Nú á haustdögum munu starfsmenn Byggðastofnunar heimsækja atvinnuþróunarfélögin til samráðsfunda eins og gert er ráð fyrir í samningum stofnunarinnar og félaganna. Til fundanna eru boðaðar stjórnir og starfsmenn hvers félags.

Tilgangur fundanna er að ræða og meta í sameiningu starfsemi, starfsáætlanir og verkefni félaganna með hliðsjón af ástandi og þróun, almennt og á starfssvæði hvers þeirra.

Samráðsfundir hafa þegar verið haldnir í Borgarnesi, Keflavík, Ísafirði, Selfossi og Blönduósi. Fundirnir hafa tekist vel og verið vel sóttir. Fram hefur komið að félögin hafa verið að vinna mikilvæg verkefni á starfssvæðum sínum, bæði tengdum vaxtarsamningum og klösum en líka sinnt málefnum einstakra fyrirtækja og erlendum samstarfsverkefnum. Um miðjan október eru fyrirhugaðir fundir á Akureyri, Egilsstöðum og Húsavík.

Keflavík. Frá vinstri: Aðalsteinn Þorsteinsson, Árni Sigfússon, Snorri Björn Sigurðsson, Oddný Harðardóttir, Berglind Kristinsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Gunnar Már Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson, Róbert Ragnarsson. Ísafjörður. Frá vinstri: Jón Örn Pálsson, Aðalsteinn Þorsteinsson, Sigríður Elín Þórðardóttir,Margrét Birkisdóttir, Ásgerður Þorleifsdóttir, Viktoría Rán Ólafsdóttir og Shiran Þórisson. 

Borgarnes. Frá vinstri: Elías Árni Jónsson, Vífill Karlsson, Ólafur Sveinsson, Margrét Björk Björnsdóttir.  Borgarnes. Frá vinstri: Sigurður Árnason, Snorri Björn Sigurðsson, Aðalsteinn Þorsteinsson, Hrefna B. Jónsdóttir.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389