Fréttir
Samstarfið við Evrópska Fjárfestingasjóðinn hefur farið fram úr væntingum
Samþykktar hafa verið lánveitingar til 35 aðila að fjárhæð 2,7 ma.kr. sem falla undir bakábyrgðakerfi InvestEU eða 84,4% af heildarfjármagninu. Stofnunin er í viðræðum við Evrópska Fjárfestingasjóðinn um stækkun pottsins.
Í júní 2024 var ritað undir samning við Evrópska Fjárfestingabankann (EIB) og Evrópska Fjárfestingasjóðinn (EIF) um aðild að InvestEU ábyrgðasamkomulaginu. Samkomulagið felur m.a. í sér möguleika fyrir stofnunina að veita lán í ákveðnum flokkum með hærra veðsetningarhlutfalli en áður þekkist. Þannig hefur Byggðastofnun heimildir til allt að 3,2 ma.kr. lánveitinga í sérstökum lánaflokkum sem eru tryggðir að hluta með ábyrgð frá EIF. Þetta eru m.a. lán sem sérstaklega eru ætluð nýliðun í landbúnaði, atvinnurekstri í viðkvæmum byggðarlögum og umhverfisvænum verkefnum.
Mikil ásókn hefur verið í lánaflokka Byggðastofnunar undir þessu samkomulagi og gengið hefur hraðar á bakábyrgð InvestEU en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sá pottur er að tæmast en stofnunin hefur sótt um auknar heimildir til EIF. Niðurstöðum úr þeirri umsókn er að vænta á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þar til niðurstaða fæst um auknar heimildir munu lánaflokkarnir sem heyrðu undir samkomulagið verða áfram í boði en almennar veðheimildir stofnunarinnar munu gilda. Fyrst í lánum til nýliðunar í landbúnaði og svo í öðrum flokkum. Þannig mun sem dæmi áfram verða lánað til nýliðunar í landbúnaði en aðeins upp í 75% veðhlutfall í stað 90%.
Þörf er fyrir fjölbreytta lánaflokka á starfssvæði stofnunarinnar og hefur þessi mikla eftirspurn sýnt hve mikilvægt er að fjármagn sé tryggt til eflingar atvinnulífs í landbyggðunum. Stofnunin bindur vonir við jákvæðar undirtektir EIF og að framboð á þessum mikilvægum lánum með hærri veðsetningarhlutföllum verði áfram tryggt á nýju ári.
Nánari upplýsingar um lánflokka stofnunarinnar má finna hér en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á lánasérfræðinga á netfangið byggdastofnun@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember