Fara í efni  

Fréttir

Samtakamáttur Stöðfirðinga skilar árangri

Samtakamáttur Stöðfirðinga skilar árangri
Frá íbúafundi á Stöðvarfirði

Fjölbreytt flóra frumkvæðisverkefna sýnir vilja Stöðfirðinga til að styrkja samfélagið á Stöðvarfirði.

Vel sóttur íbúafundur var haldinn á Stöðvarfirði miðvikudaginn 6. sept. sl. Þetta var í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn undir merkjum verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður. Kristján Þ. Halldórsson, annar fulltrúa Byggðastofnunar í verkefnisstjórn, setti fundinn, bauð fundargesti velkomna til fundar og hvatti þá til virkrar þátttöku og samtals um málefni Stöðvarfjarðar.

Valborg Ösp Árnadóttir Warén verkefnisstjóri fór því næst yfir hvað áunnist hefur í verkefninu á því eina og hálfa ári sem það hefur verið í gangi, en íbúaþing markaði upphaf þess í mars á sl. ári, 2022. Á íbúaþinginu settu íbúar fram hugmyndir sínar að framfaramálum sem þeir töldu að myndu efla byggð, búsetu og mannlíf á Stöðvarfirði. Í kjölfarið var mótuð verkefnisáætlun sem innihélt m.a. framtíðarsýn byggðarlagsins, fjögur meginmarkmið ásamt fjölmörgum starfsmarkmiðum sem áformað er að vinna að á framkvæmdatíma verkefnisins. Verkefnisáætlunina má sjá hér. Árlega er farið yfir stöðu starfsmarkmiða á íbúafundi, þau uppfærð, þeim breytt og/eða bætt við eftir atvikum. Á fundinum sköpuðust líflegar umræður um hvert meginmarkmið og starfsmarkmið þeim tengd og mun verkefnisstjórn fara yfir þær ábendingar í kjölfarið og uppfæra verkefnisáætlun samkvæmt þeim.

Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, kynnti íbúum þá lánamöguleika sem fyrirtækjasvið Byggðastofnunar býður fram til fyrirtækja í landsbyggðunum. Hún hvatti íbúa til að kynna sér mismunandi lánaflokka eftir því sem þörf væri á. Hún hvatti jafnframt fundargesti til þátttöku á afmælismálþingi Brothættra byggða sem haldið verður á Raufarhöfn 5. október nk.

Í tvígang hefur styrkjum verið veitt úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar til fjölbreyttra verkefna. Verkefnin eru mislangt á veg komin, sumum er lokið en önnur í vinnslu. Þar má nefna að nokkrir nýir göngustígar hafa litið dagsins ljós í þorpinu, nýtt gólfefni hefur verið sett á líkamsræktarstöð í íþróttahúsinu, hátíðin Stöð í Stöð var haldin í sumar við góðar undirtektir, tónlistarsmiðjan Mávurinn var haldin fyrir unga íbúa á Stöðvarfirði og fleira mætti telja.

Unnið hefur verið að ýmsum starfsmarkmiðum á tímabilinu og hefur Valborg Ösp verkefnisstjóri boðað til nokkurra íbúafunda um tiltekin málefni og fylgt þeim dyggilega eftir. Þar má t.d. nefna að umhverfisdagar voru haldnir í sumar þar sem bæjarbúar fylktu liði og fegruðu umhverfið. Þá hafa íbúar komið myndarlega að mótun hugmynda um umhverfið á ”Balanum”, miðbæjarreit Stöðvarfjarðar.

Það málefni sem einna helst brennur á íbúunum er verslunarleysið en Brekkan, verslun og veitingastaður og í raun nokkurs konar félagsmiðstöð Stöðfirðinga, skipti um eigendur síðastliðinn vetur og hefur verið lokuð frá þeim tíma. Ekki er fyrirséð með áframhaldandi verslunarrekstur á Stöðvarfirði sem stendur og veldur það íbúum nokkrum áhyggjum. Vonandi leysist farsællega úr þeim málum sem fyrst, enda afskaplega mikilvægt hverju byggðarlagi að geta nálgast brýnustu nauðsynjar í nærumhverfinu.

Á íbúafundinum stigu á stokk styrkhafar og kynntu framgang verkefna sinna. Annars vegar Solveig Friðriksdóttir en hún hlaut styrk til kaupa á búnaði til vöruþróunar á slökunarpúðanum “Friði og ró” og hins vegar Bjarni Stefán Vilhjálmsson, forsvarsmaður íþróttafélagsins Súlunnar vegna verkefna um göngustígagerð og endurbætur á gólfefni í líkamsræktarsal Súlunnar.

Fyrr um daginn gafst fulltrúum verkefnisstjórnar kostur á að sækja nokkra styrkhafa heim þ.á.m. Sköpunarmiðstöðina en þar hefur fyrirtækið Kaffi Kvörn m.a. aðsetur.

Greina mátti samtakamátt hjá Stöðfirðingum og eru þeir greinilega tilbúnir til að leggja sitt að mörkum til að efla byggðarlagið í hvers kyns framfaraverkefnum.

Hér má sjá myndir frá íbúafundinum ásamt nokkrum myndum sem teknar voru þegar verkefnisstjórn sótti nokkra styrkþega heim. Myndirnar tóku Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir hjá Byggðastofnun.

 

 

Nánari upplýsingar veita Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, umsjónaraðilar Brothættra byggða hjá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389