Fara í efni  

Fréttir

Sex teymi þreyttu áskorun Byggðastofnunar á hakkaþoni háskólanemanna

Helgina 15. - 16. febrúar fór fram í Háskóla Íslands hakkaþon háskólanema þar sem Byggðastofnun lagði fram áskorun úr stefnumótandi byggðaáætlun. Áskorunin byggði á lið B.7. Störf án staðsetningar og var meginmarkmið áskorunarinnar að komast að því hvernig væri hægt að búa svo um að það yrði ákjósanlegt fyrir ungt og menntað fólk að búa og starfa á landsbyggðinni. Horfa átti meðal annars til samfélagslegra, tæknilegra og félagslegra þátta við úrlausn áskorunarinnar.

Sex teymi á hakkaþoninu þreyttu áskorun Byggðastofnunar og voru úrlausnirnar allar áhugaverðar og frumlegar. Það teymi sem hlaut vinninginn fyrir bestu úrlausnina var liðið „Byggðafjarðarvinnsla" en þau bjuggu til þjálfunaráætlun fyrir opinberar stofnanir og ráðuneyti um hvernig eigi að hafa starfsfólk án staðsetningar. Horft var til þess að nú þegar er til tækni sem gerir starfsfólki kleift að starfa án staðsetningar en ekki hefur enn verið samræmt hvernig samskiptum á milli stofnana og starfsfólks án staðsetningar sé best háttað, m.a. með tilliti til samskipta við samstarfsfólk og yfirmenn, vinnustaðamenningu og starfsánægju. Að auki hefur ekki enn farið fram formleg kennsla fyrir starfsfólk sem starfar án setningar um hvernig sé hægt að nýta sér tæknina með sem bestum hætti. Í úrlausninni fólst að stofnanir og ráðuneyti fái fræðslu um þessi málefni ásamt eftirfylgni, til þess að hægt sé að nýta störf án staðsetningar með sem bestum hætti.

Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir áhugaverða og skemmtilega helgi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389