Fara í efni  

Fréttir

Sextíu og níu styrkir veittir

Byggðastofnun hefur gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009.


Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir samtals að fjárhæð 1.528. mkr. Alls hlutu 69 verkefni styrk.  Nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar.

Hæstu styrkina hlutu Þóroddur ehf. vegna uppbyggingar seiðaeldisstöðvar í Tálknafirði, JE-Vélaverkstæði ehf. Siglufirði, vegna þróunar á nýrri gerð af snekkju, Vélfag ehf. Ólafsfirði, þróun og smíði roðvélar, 5 milljónir hvert verkefni.

Við mat á umsóknum var einkum tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, nýsköpunargildis, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.

Byggðastofnun mun gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi, á árunum2008 og 2009.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Elín Þórðardóttir og Sigríður Þorgrímsdóttirsérfræðingar á þróunarsviði Byggðastofnunar. 

Byggðastofnun sendir styrkþegum staðfestingarbréf, og í framhaldi af því mun stofnunin senda forsvarsmönnum viðkomandi verkefna samning til undirritunar.

Hér má nálgast lista yfir styrkþega


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389