Fara í efni  

Fréttir

Síðasta úthlutun úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda

Átján verkefni hlutu styrki úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda í ár á sérstakri úthlutunarhátíð sem haldin var á Café Riis á Hólmavík þann 18. apríl sl. Styrkirnir námu samtals kr. 23.500.000 og voru verkefnin sem hlutu brautargengi fjölbreytt og snerta ýmsa þætti samfélagsins.  

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist, alls 33 og heildarfjárhæð styrkumsókna tæpar 90 milljónir króna. Byggðastofnun veitti sjö milljón króna viðbótarframlag í sjóðinn í ár í þeim tilgangi að bæta íbúum Strandabyggðar upp hversu lág úthlutunin var fyrstu tvö árin ef horft er til fjölda íbúa. 

Verkefnið Sterkar Strandir er nú í lokaáfanga í Brothættum byggðum en Byggðastofnun mun draga sig í hlé úr verkefninu um næstu áramót eftir að hafa framlengt það um eitt ár, út árið 2024. Hér er því um að ræða síðustu úthlutun úr sjóðnum. Vegna fjölda umsókna sem bárust í Frumkvæðissjóðinn í ár má draga þá ályktun að frumkvæði íbúa sé mikið og hugur í fólki að drífa verkefni áfram og byggja upp samfélagið.

Stjórnendur Byggðastofnunar áttu þess kost að taka þátt í úthlutunarhátíðinni að þessu sinni og þótti ánægjulegt að hitta styrkþega og heyra um gróskuna sem einkennir þau verkefni sem hlutu styrki. Raunar hefðu fjölmörg þeirra verkefna sem ekki var unnt að styrkja einnig sómt sér vel á listanum.

Starfsfólk Byggðastofnunar óskar styrkþegum innilega til hamingju með styrkveitinguna og umsækjendum öllum velfarnaðar í allri viðleitni þeirra við uppbyggingu samfélagsins í Strandabyggð.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á úthlutunarhátíðinni. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389