Fara í efni  

Fréttir

Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum

 Rannsóknin „Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum“ var eitt af fjórum verkefnum sem hlaut styrk árið 2022 úr Byggðarannsóknasjóði. Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði framkvæmdi rannsóknina ásamt Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, prófessor í félagsfræði. Báðar starfa hjá Háskóla Íslands.

      

Jónína Einarsdóttir prófessor í mannfræði og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði framkvæmdu rannsóknina

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf íbúa á svæðum sem hafa tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir, til mögulegra áhrifa sjálfboðastarfa á atvinnumál og uppbyggingu svæða. Hvort sjálfboðaliðar, innlendir jafnt sem erlendir, styðji við jaðarbyggðir og taki þátt í verkefnum sem annars hefðu ekki verið framkvæmd eða taki störf frá fólki sem vildi búa þar ef atvinnutækifæri væru fyrir hendi. Haustið 2022 og vorið 2023 voru tekin viðtöl við um 30 einstaklinga úr fjórum byggðarlögum sem hafa tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir auk þess sem auglýsingar, þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum, voru greindar.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa áréttað mikilvægi þess að sjáfboðaliðar gangi ekki í launuð störf. Ekki er ríkjandi samkomulag um hvað telst vera réttmætt sjálfboðastarf. Í ljós kom að það veldur þeim óöryggi sem eru áhugasamir um að fá til sín sjálfboðaliða. Ástæður þess að viðmælendur réðu til sín sjálfboðaliða eru ólíkar. Jafnframt fóru þeir mismunandi leiðir að því. Ein aðferðanna var í gegnum auglýsingar en einnig voru dæmi um að bankað hafi verið upp á eða að fólk miðlaði af reynslu sinni og tengslum í nethópum. Þá hefur hin svokallaða sjálfboðaferðamennska aukist þar sem oftast er um að ræða erlend ungmenni sem koma til landsins og sjá fyrir sér með vinnu gegn fríu fæði og húsnæði. En heimafólk sinnir einnig fjölbreyttri sjálfboðavinnu eins og til dæmis í björgunarsveitum, kvenfélögum og Rauða krossinum, ýmist sér til ánægju eða af skyldurækni, líkt og fram kom í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Almennt voru niðurstöður þær að viðmælendur eru sammála um að sjálfboðaliðar ættu ekki að ganga í störf launafólks. En merkja mátti þá undantekningu í viðhorfum margra að það væri þó í lagi ef hin ýmsu félög byggðarlagsins gengu í þau verk til fjáröflunar góðra málefna. Nefndu margir að sum verkefnanna sem væru samfélaginu til góða yrðu annars ekki framkvæmd. Viðmælendur allra byggðarlaga sem heimsótt voru lögðu áherslu á að sjálfboðavinna heimafólks væri samfélaginu gríðarlega mikilvæg. Enginn samhljómur var um hugmynd þess að sjálfboðavinna gæti skaðað atvinnulífið eða unnið gegn efnahagslegri velsæld byggðarlaganna.

Nánari umfjöllun um rannsóknina má sjá hér Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum en greinin var birt í nýlega útkomnu sérhefti um byggðamál hjá Íslenska þjóðfélaginu.

Byggðarannsóknasjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389