Fara í efni  

Fréttir

Skilaboð íbúaþings á Stöðvarfirði

Skilaboð íbúaþings á Stöðvarfirði
Frá íbúaþingi á Stöðvarfirði

Í mars síðastliðnum var íbúaþing haldið á Stöðvarfirði undir merkjum Brothættra byggða. Þar með hófst vegferð íbúa byggðarlagsins í byggðaþróunarverkefni sem er samstarfsverkefni á milli Fjarðabyggðar, Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu verkefninu nafnið Sterkur Stöðvarfjörður. Íbúaþinginu stjórnaði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi og hefur hún nú tekið saman í einu riti skilaboð frá íbúaþinginu. Á þinginu var unnið eftir svokallaðri “open space” aðferð þar sem íbúar stinga upp á málefnum sem tekin eru til ígrundunar í umræðuhópum. Fjölmörg málefni voru tekin til umræðu, gefið vægi og þeim forgangsraðað. Skoða má samantekt skilaboða íbúa á Stöðvarfirði hér.

Verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, mun formlega hefja störf í sumar þegar hún flyst til Stöðvarfjarðar. Nú stendur yfir vinna að mótun áætlunar fyrir verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður sem byggir á skilaboðum íbúaþingsins og greiningarvinnu verkefnisstjórnar á stöðu byggðarlagsins. Valborg mun nýta sumarið til skrafs og ráðagerða með íbúum og vonir standa til að verkefnisáætlunin verði tilbúin í drögum um miðjan ágúst og þá þegar verði boðað til íbúafundar þar sem verkefnisáætlunin verður kynnt og lögð fyrir fundinn til umfjöllunar og samþykktar. Í kjölfarið verður opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Sterks Stöðvarfjarðar þar sem íbúum og velunnurum byggðarlagsins gefst tækifæri til að senda inn umsóknir um styrki vegna frumkvæðisverkefna.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389