Fréttir
Skipulagsáætlun fyrir lýðheilsuvæna miðbæi
Nýverið lauk Atli Steinn Sveinbjörnsson meistaranámi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Lokaverkefni hans, Skipulagsáætlun fyrir lýðheilsuvæna miðbæi. Möguleikar í mótun miðbæjarsvæðis á Húsavík, hlaut fyrr á þessu ári styrk úr Byggðarannsóknasjóði.
Í inngangi segir að markmið verkefnisins sé „að varpa ljósi á skipulagsáherslur sem skapa vel heppnaða miðbæi og framkvæma tillögu að miðbæjarkjarna á Húsavík út frá þeim.“ Skoðað var út frá völdum heimildum hvaða skipulagsáherslur stuðla að lifandi miðbæ. Fjölmargir þættir hafa áhrif á hvernig fólk notar bæjarrými. Taka þarf tillit til hegðunar fólks við skipulagsgerð miðbæja, taka mið af umhverfisþáttum og útfæra byggð með þeim hætti að hún styðji sem best við lýðheilsu. Öryggi, aðgengi, og vistlegt umhverfi eru mikilvæg atriði við sköpun lifandi bæjarrýma.
Í verkefninu voru miðbæjarsvæði fjögurra bæja - Akraness, Ísafjarðar, Hveragerðis og Egilsstaða - greind og borin saman við Húsavík með tilliti til helstu skipulagsáhersla úr heimildarýni. Tekin voru viðtöl við sérfræðinga til að varpa enn frekara ljósi á atriði sem mikilvæg eru við hönnun almenningsrýma. Á grunni skipulagsáherslna fyrir miðbæi sem framangreind heimildarýni og viðtöl drógu fram og út frá greiningu á framantöldum miðbæjum, var sett fram hönnunartillaga að nýjum miðbæjarkjarna á Húsavík sem er ætlað að stuðla að lifandi mannlífi. Umhverfi hönnunartillögunnar er ætlað að stuðla að heilsu og velferð íbúa svæðisins.
Lokaskýrslu Atla má nálgast hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember