Fara í efni  

Fréttir

Skuldabréfaútbođ Byggđastofnunar

Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur lokið við að selja skuldabréf Byggðastofnunar. Skuldabréfin voru seld í lokuðu skuldabréfaútboði og nam útgáfufjárhæðin einum milljarði króna.


Töluverð umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum og fyrirhugað er að bæta við flokkinn síðar á þessu ári en heimilt er að stækka skuldabréfaflokkinn í þrjá milljarða króna. 

Með skuldabréfasölunni er Byggðastofnun að sækja sér fé til að fjármagna lánveitingar stofnunarinnar til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni, meðal annars til nýsköpunarstarfsemi.

Skuldabréf Byggðastofnunar er 25 ára jafngreiðslubréf í opnum flokki sem endurspeglar HFF 34 skuldabréfaflokk Íbúðalánasjóðs. Nafnvextir flokksins eru 5% og afborganir tvisvar á ári.

Askar Capital veitti Byggðastofnun ráðgjöf um lántökuna og aflaði tilboða frá umsjónarbönkum.  Saga Capital annaðist sölu skuldabréfanna og skráningu þeirra í Kauphöll Íslands, OMX Nordic Exchange.

Heimasíða Saga Capital Fjárfestingabanka

Heimasíða Askar Capital


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389