Fara í efni  

Fréttir

Staða doktorsnema í skipulagsfræði er laus til umsóknar

Staða doktorsnema við Skipulags- og hönnunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands er laus til umsóknar. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknir á skipulagi haf- og strandsvæða á Vestfjörðum.

Verkefnið er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem nefnist Sustainable Resilient Coasts (COAST) og er styrkt af Northern Periphery & Arctic Programme (NPA) sjóðnum. Samstarfsaðilar eru Oulu University of Applied Sciences, Finnlandi, University College Cork og Mayo County Council, Írlandi og Causeway Coast and Glens Heritage Trust, Norður-Írlandi.

Um verkefnið

Haf- og strandsvæði Íslands búa yfir mikilvægum auðlindum, náttúrugæðum og jafnframt hafa þau fjölbreytta nýtingarmöguleika. Sívaxandi samkeppni er um íslensk strandsvæði, hvort sem horft er til rýmis á landi eða sjó, s.s. fyrir matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og afþreyingarstarfsemi, og hefur áhrif á líffræðilega fjölbreytni og innviði. Aukin starfsemi á haf- og strandsvæðum hefur ýtt undir þörfina fyrir haf- og strandsvæðaskipulag til að styðja við stefnumótun og fá betri yfirsýn.

Í skipulagslögum (nr. 123/2010) kemur landsskipulagsstefna fyrst fram. Landsskipulagsstefna 2015-2026 var fyrst sett fram sem þingsályktunartillaga og samþykkt á Alþingi árið 2016. Landsskipulagsstefnan er í fjórum meginþáttum: íslensk hálendi, byggðaáætlun, byggðarmynstur og dreifing byggðarinnar og síðast en ekki síst skipulagning hafs og stranda. Í kjölfar stefnumótunar um landsskipulag voru sett lög um skipulag haf- og strandsvæða af stjórnvöldum árið 2018 (nr. 88/2018). Hingað til hafa skipulagsyfirvöld ekki staðfest haf- og strandskipulag á Íslandi.

Niðurstöðurnar munu hjálpa sveitarfélögum á svæðinu við að þróa tæki sem geta nýst þeim við að draga úr hagsmunaárekstrum og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og náttúruverndar með skipulagningu hafsins. Leiðbeinendur eru Sigríður Kristjánsdóttir Ph.D. og Ragnheiður Þórarinsdóttir Ph.D. 

Doktorsneminn mun vinna með hópi íslenskra og erlendra vísindamanna. Nemanum er ætlað, í samvinnu við leiðbeinendur og aðra samstarfsaðila, að vinna að undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu ákveðins hluta rannsóknarinnar. Einnig er mikilvægt að neminn þrói sínar eigin rannsóknarspurningar innan ramma þessarar rannsóknar.

Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið MS gráðu í skipulagsfræði. Umsækjendur þurfa að hafa góð tök á enskri og íslenskri tungu í töluðu og rituðu máli. Nemandi þarf að geta unnið sjálfstætt og með öðrum. Góð tölfræðikunnátta og ritverk sem birst hafa á ritrýndum vettvangi teljast umsækjendum til tekna. Umsóknir Umsókninni skal fylgja stutt kynningarbréf þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað hann hefur fram að færa við mótun og vinnslu þess.

Til viðbótar skal fylgja:

i) ferilskrá,
ii) afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám),
iii) tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi til Guðmundu Smáradóttur, mannauðs- og gæðastjóra LbhÍ (gudmunda@lbhi.is) fyrir 1. maí 2020.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389