Fara í efni  

Fréttir

Starfi verkefnisstjórnar lokið fyrir árslok 2004

Iðnaðarráðherra skipaði í október 2002 fimm manna verkefnisstjórn um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Miðað er við að verkefninu ljúki eigi síðar en við lok ársins 2004. Verkefnisstjórnin hefur haldið fjölda funda, með sérfræðingum norðan heiða og sunnan, og eins hefur nefndin leitast við að kynna sér hug margra lykilmanna á sviði atvinnu-, menningar- og félagsmála til uppbyggingar á svæðinu. Skýrsla verkefnisstjórnarinnar hefur verið lögð fram. Þar er að finna hátt í sjötíu tillögur um eflingu byggðar á Eyjafjarðarsvæðinu sem miða allar að því að auka lífsgæði og samkeppnishæfni þess. Þá er lagt til að gerður verði svokallaður vaxtarsamningur, en það er samkomulag opinberra aðila og einkaaðila þar sem sett eru tiltekin markmið um fjölgun starfa og aukna veltu í skilgreindum vaxtargreinum svæðisins. Unnið verður að framkvæmd samningsins samkvæmt finnskri fyrirmynd, en þar í landi hafa slíkir samningar skilað góðum árangri. Framkvæmdir eru hafnar við rannsóknarhús sem ríkisstjórnin ákvað að reisa í tengslum við Háskólann á Akureyri og er stefnt að því að taka húsið í notkun í lok árs 2004. Fyrirhugað er að ýmsar stofnanir ríkisins hafi aðstöðu í rannsóknarhúsinu.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389