Fara í efni  

Fréttir

Stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

Á lokafundi samráðsvettvangs sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda miðvikudaginn 27. apríl, undirrituðu formaður stjórnar Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar f.h. stjórnvalda undir samning um stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Með samningnum er lagður grundvöllur að 4 stöðugildum atvinnuráðgjafa, og leggja Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneytið samtals rúmlega 20 mkr. til samningsins á ári.


Gert er ráð fyrir að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum afli mótframlaga og sjái að öðru leyti um fjármögnun starfseminnar eins og tíðkast í atvinnuþróunarfélögum annarra landshluta.  Verkefni félagsins verða fjölbreytt, á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar.  Þannig mun félagið sjá um rekstur vaxtarsamnings á Suðurnesjum.  Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja mun taka þátt í og vera í forystu um uppbyggingu þekkingarseturs á Suðurnesjum með þeim stofnunum á Suðurnesjum sem eru hluti þekkingarsamfélagsins á svæðinu. Gert er ráð fyrir að í þessu samstarfi taki þátt stofnanir stoðkerfisins sem starfa á vegum ráðuneyta, menntastofnanir innan og utan svæðis sem og aðrir aðilar sem stutt geta við atvinnulíf og vöxt á svæðinu.  Skal félagið beita sér fyrir sem nánustu samstarfi allra aðila í stoðkerfinu á Suðurnesjum og koma þannig í veg fyrir tvíverknað og árekstra. Ætlunin er að félagið verði fyrsti viðkomustaður þeirra sem til stoðkerfisins leita og vísa aðilum þangað sem aðstoð er að fá í hverju tilviki.

Stjórn S.S.S. fagnar þessum samningi og telur að með stofnun atvinnuþróunarfélags sveitarfélaga á Suðurnesjum sé stigið mikið framfaraskref í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Mikið verkefni bíður félagsins á næstu vikum og mánuðum og vonandi mun atvinnuþróunarfélagið styðja við og flýta fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389