Fara í efni  

Fréttir

Stofnun Rannsóknastöđvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Í dag, föstudaginn 23. maí 2014, var haldinn stofnfundur Rannsóknastöđvarinnar Rifs, sem er sjálfseignarstofnun sem stađsett verđur á Raufarhöfn.  Stofnađilar eru Byggđastofnun, Norđurţing og Náttúrustofa Norđausturlands.

Í tengslum viđ átaksverkefni Byggđastofnunar á Raufarhöfn, Brothćttar byggđir, hefur síđasta áriđ veriđ unniđ ađ stofnun rannsóknastöđvar á Raufarhöfn, međ ţađ ađ markmiđi ađ nýta sérstöđu Melrakkasléttu til rannsókna og styrkja um leiđ byggđ og innviđi samfélagsins. Rannsóknastöđinni er ćtlađ ađ efla rannsóknastarf á Melrakkasléttu, m.a. međ ţví ađ lađa ađ bćđi innlenda og erlenda vísindamenn til dvalar í stöđinni og rannsókna á svćđinu. Náttúrufar og saga Melrakkasléttu býđur upp á mikla möguleika í rannsóknum á vistkerfi norđurslóđa og áhrifum loftslagsbreytinga, bćđi beint og óbeint. Ţá bjóđa innviđir Raufarhafnar upp á góđa ađstöđu fyrir stöđina. Í upphafi mun rannsóknastöđin til húsa í gistiheimilinu Hreiđrinu og hentar ţađ einkar vel fyrir unga stofnun ađ klekjast út í rúmgóđu og notalegu Hreiđrinu. Stjórn rannsóknastöđvarinnar verđur skipuđ fulltrúum rannsóknastofnana og háskóla, ásamt fulltrúa sveitarfélagsins Norđurţings. Nafn rannsóknastöđvarinnar vísar til eyđibýlisins Rifs, sem stendur á nyrsta tanga á Melrakkasléttu, Rifstanga, sem jafnframt er nyrsti hluti Íslands.

Verkefniđ hefur hlotiđ styrki frá Vaxtarsamningi Norđausturlands, Byggđastofnun, Styrktarsjóđi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) og notiđ stuđnings Norđurţings.  Auk ţess hefur starfsemin fengiđ úthlutađ fé á fjárlögum fyrir áriđ 2014.   


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389