Fara í efni  

Fréttir

Stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands á Reykhólum

Stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands á Reykhólum
Frá undirritun viljayfirlýsingar

Þann 02.02.2022 undirrituðu Þörungaverksmiðjan hf og Reykhólahreppur stofnsamning vegna Þörungamiðstöðvar Íslands á Reykhólum en Byggðastofnun á tæplega  fjórðungs hlut í Þörungaverksmiðjunni hf.

Í stofnsamningi segir m.a. að tilgangur félagsins sé:

  • að stuðla að aukinni þekkingu og byggja upp þekkingarbanka varðandi nýtingu þörunga hér við land, bæði ræktaðra og villtra, s.s. með innihaldsgreiningum, matvælarannsóknum og umhverfisrannsóknum, þ.m.t. vistfræðilegum rannsóknum og umhverfisvöktun, eitt og sér eða í samvinnu við aðra,
  • að stunda matvæla- og fóðurrannsóknir, sem og umhverfisrannsóknir með sérstakri áherslu á þörunga og vinna með og veita þjónustu til rannsóknarstofnana og fyrirtækja sem slíkar rannsóknir stunda,
  • að vinna að þörungaræktun sem og þróun og framleiðslu afurða úr þörungum og veita þjónustu til stofnana og fyrirtækja sem hafa slíkt með höndum,
  • að taka þátt í menntunar- og fræðastarfi á sviði matvælarannsókna og umhverfisrannsókna, með sérstakri áherslu á þörunga,
  • að stuðla að auknu verðmæti afurða úr sjávargróðri og öðrum strandnytjum,
  • að stuðla að atvinnuuppbyggingu í Reykhólahreppi, og við Breiðafjörð allan, sem og nýsköpun og fjölbreytni varðandi ræktun og nýtingu á þörungum

Í framhaldi af stofnun var undirrituðu Matís, Reykhólahreppur og Þörungaverksmiðjan viljayfirlýsingu um samstarf í rannsóknum á vegum nýstofnaðrar Þörungamiðstöðvar Íslands. Nánar um málið á meðfylgjandi slóð: https://matis.is/frettir/viljayfirlysing-um-samstarf-matis-reykholahrepps-og-thorungaverksmidjunnar/


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389