Fara í efni  

Fréttir

Stuðningur við atvinnurekstur kvenna skilar árangri

Í mars 2010 veitti Byggðastofnun fjórum hönnuðum styrk til markaðssetningar erlendis. Nú rúmu ári síðar hefur velta í einu fyrirtækinu aukist um 100% og um 80% í öðru og alls hefur stöðugildum fjölgað um 50% ,,Styrkurinn markaði upphaf útflutnings hjá fyrirtækinu og hefur skipt sköpum fyrir framgang vörunnar erlendis″ (styrkþegi).


"Styrkurinn hefur sannarlega verið fyrirtækinu mínu til framdráttar og þar með atvinnulífinu á landsbyggðinni.  Ef ekki hefði komið til þessi styrkur þá hefði ég klárlega ekki látið verða af að kanna möguleika erlendis.  Töluverður fjárhagslegur styrkur en ekki síður hvatning og spark í rassinn við að koma sér af stað og skoða málin fyrir alvöru" (styrkþegi)

Eftirtaldir hönnuðir fengu tveggja milljóna króna styrk til markaðssetningar erlendis.

Kurlproject

Erna ÓðinsdóttirErna Óðinsdóttir klæðskeri rekur klæðskeraverkstæðið Kurl & kram á Flúðum.  Styrkurinn var nýttur til að taka þátt í tískuvikum í Kaupmannahöfn árin 2010 og 2011.  Mikill áhugi var á vörunum á sýningunum og tóku sjö verslanir inn kurlproject vörur, tvær í Danmörku, þrjár í Noregi, ein í Finnlandi og ein á Grænlandi.  Í kjölfar tískusýninganna var m.a. í fjallað um hönnuðinn og kurlproject tískutímaritunum Collezoni og Donna.  Velta fyrirtækisins jókst um 80% og í fyrirtækinu starfa fjórar konur, í þremur stöðugildum.

 

Mynstrað Munngæti

Mynstrað MunngætiHugrún Ívarsdóttir er sjálfstætt starfandi hönnuður.  Styrkurinn var nýttur til markaðssetningar á vörulínunni á Íslendingaslóðum í Kanada, í Finnlandi og Noregi.  Tvær blaðagreinar birtust í Lögbergi Heimskringlu.  Í Kanada er varan nú í sölu hjá New Iceland Heritage Museum í Gimli.  Í Finnlandi er varan til sölu hjá Lapuan kankurit í Lapua.  Í vinnslu er ný vörulína sem er sniðin að norskum markaði sem  byggir á  hönnun og hugmyndafræði Hugrúnar.  Búið er að semja við dreifingaraðila í Noregi.  Velta fyrirtækisins hefur aukist um 15%, í fyrirtækinu er eitt og hálft stöðugildi.  http://www.merkilegt.is/ 

Handlers ehf.

HandlersBjarndís H. Mitchell sérhannar sýningartaumar fyrir hunda.  Styrkurinn var m.a. nýttur til að taka þátt í sýningum í London og í Danmörku.  Árangurinn er m.a. sá að taumarnir eru komnir í sölu hjá tveimur umboðsaðilum í Bretlandi, hjá einum umboðsaðila í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Belgíu, Luxemborg, Svíþjóð, Noregi og Ungverjalandi.  Umfjöllun um Handlers birtist Your Dog Magazine.  Velta fyrirtækisins hefur aukist um 100% og hjá fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn í tveimur stöðugildum.  http://www.originalhandlers.com/

Úr hreiðri í sæng

Úr hreiðri í sængHelga Björg Ingimarsdóttirframleiðir dúnsængur.  Styrkurinn var nýttur til markaðssetningar í Þýskalandi og Kanada. Liður í markaðssetningu er gerð kynningarmyndar sem Plús Film framleiðir.   Myndin er tekin í varplandinu og sýnir ferlið frá því að varpið er undirbúið fyrir æðarfuglinn, varpið sjálft og tínsluna á dúninum, hreinsunarferlið og framleiðslu á sængunum.    Veltan hjá fyrirtækinu er sú sama og enn sem komið er hálft stöðugildi.   http://www.hafnir.is/


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389