Fréttir
Stuðningur við konur í atvinnurekstri
Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar sótti fund um stuðning stjórnvalda við fyrirtækjarekstur kvenna sem var haldinn í London dagana 11. og 12. september 2014. Þátttakendur voru frá 13 löndum ásamt starfsfólki frá Evrópuráðinu og EIGE (Evrópsku jafnréttisstofunni). Frá öllum löndunum var einn sérfræðingar frá hinu opinbera og ráðgjafi. Auk Elínar sótti fundinn Lilja Mósesdóttir sem ráðgjafi. Markmið með fundinum var að skiptast á skoðunum um góð verkefni og vinnulag við að styrkja fyrirtækjarekstur kvenna og til að auka sameiginlega þekkingu á milli þátttökulanda. Verkefninu er ætlað að einblína á raunhæfar mælingar á stefnu og á raunhæf verkefni sem eru til staðar og tilfærslu þeirra til annarra landa.
Samantekt um fundinn og verkefnin sem kynnt voru
Allir þátttakendur á fundinum voru sammála um að það sem kynnt var á fundinum væru mjög áhugaverð dæmi í að styðja við fyrirtækjarekstur kvenna. Umræður voru um kynjamismun hvað varðar frumkvöðlastarfsemi, á aðal hindranir sem konur mæta við að stofna og reka fyrirtæki og á þörfina fyrir almenna stefnumótun á að takast á við þessar hindranir. Allir voru sammála um að munur á milli kynjanna hvað varðar frumkvöðlastarfsemi er aðallega tengdur hindrunum sem konur standa frammi fyrir sem eru; umönnunarhlutverk kvenna og skortur á stuðningi; skortur á sjálfstrausti sem tengist staðalímyndum kynjanna og mun á menntunarvali kynjanna hvað varðar skort á tæknilegum og stjórnunarlegum þáttum; erfitt aðgengi að fjármagni; skorti á fyrirmyndum, viðskiptatengslum og kynningu; og lagalegu flækjustigi. Erfiðleikar við að nota kynhlutlaust málfar var líka rætt sem mikilvægur þáttur.
Kynnt voru verkefni frá Bretlandi og Þýskalandi þar sem sýnt er hvernig tekið er á þeim hindrunum sem konur glíma við. Sem dæmi má nefna:
- kynning á frumkvöðlastarfsemi í menntunarstefnu
- ungar stúlkur hvattar í tækni- og fjármálamenntun
- stuðningur við stofnun fyrirtækja í karllægum greinum eða í dreifðari byggðum
- kynning á konum sem eru í atvinnurekstri og hafa náð árangri sem góðum fyrirmyndum
- tæknilegur og fjárhagslegur stuðningur við atvinnurekstur kvenna
- innleiðingu á vitund um þessi mál, ekki bara hjá konum, heldur líka í bankageiranum, viðskiptalífinu, ráðum ýmiskonar og hjá stefnumótandi öflum með áherslu á staðbundin svæði og þátttöku aðila á svæðunum/sveitarfélagagrunni.
Fyrir utan þessi atriði var verkefnið frá Bretlandi sérstaklega lofað af þátttökulöndunum fyrir þær sakir hvað það er þýðingarmikið og ítarlegt. Bein þátttaka félagasamtakanna Women´s Business Council í skilgreiningu á stefnu og innleiðingu hennar skiptir sköpum fyrir verkefnið. Hin mikla samræming á milli ríkis - og svæðisbundinna stjórnvalda var álitin mjög áhugaverð og mikilvægur þáttur, þó þessi þáttur sé mjög mikil áskorun fyrir mörg önnur lönd að taka upp.
Þýska verkefnið var álitið auðveldara í að taka upp í öðrum löndum heldur en verkefnið frá Bretlandi. Áherslan á karllægan vinnumarkað sem er mjög mikilvægur fyrir efnahagskerfi landsins var sérstaklega áhugaverður, verkefnið kostar ekki mikið og getan til að fá í lið með sér hagsmunaaðila og sérstaklega iðnaðarráðið í gegnum svæðisbundna aðila, þrátt fyrir að samræmingin væri álitin sem ákveðin hindrun hjá sumum löndum.
Niðurstöður
Fundurinn þótti skapa mikilvægt tækifæri til að leggja áherslu á hvað fyrirtækjarekstur kvenna skapar mikla möguleika og leggur mikið til hvað varðar efnahags – og þjóðfélagslegan vöxt landanna, hindranir sem konur standa frammi fyrir ef þær ætla út í rekstur og möguleg verkfæri til að styðja við stofnun fyrirtækja kvenna og rekstur þeirra.
Flest þátttökulandanna hafa ekki til staðar í dag stefnur sem snúa sérstaklega að frumkvöðlastarfsemi kvenna og hlutverk félagasamtaka er sérstaklega mikilvægt þar sem þau geta orðið að liði til að fylla upp í þetta tómarúm.
Á meðal þeirra mögulegu verkfæra/þátta sem ætti að koma af stað var sérstök áhersla lögð á eftirfarandi af fundinum:
- Mikilvægi daggæslu sem gerir bæði konum og körlum sem frumkvöðlum að samræma einkalíf og vinnu.
- Taka upp menntastefnu þar sem konur eru hvattar til frumkvöðlastarfsemi. Það er klárlega þörf fyrir að gefa meiri og betri upplýsingar um eigin fyrirtækjarekstur sem góðan kost fyrir starfsframa, bæði fyrir ungar konur í skóla og konur sem eru utan vinnumarkaðar sem eru að hugsa um að fara aftur á vinnumarkaðinn. Þetta mun hjálpa til við að koma af stað breytingum á viðhorfum og menningarlegum breytingum hvað varðar staðalmyndir kynjanna.
- Kynna fyrirmyndir og þjálfun fyrir frumkvöðlakonur til að auka sjálfstraust þeirra og auka á hæfni þeirra í fjármálalegu tilliti til að þær hafi nauðsynlega þekkingu til að semja um fjármögnun á fyrirækjum sínum.
- Koma af stað ítarlegu stuðningsverkefni sem tekur á bæði stofnun fyrirtækja og rekstri til langs tíma.
- Fjárfesta í söfnun upplýsinga, rannsóknum og stefnumótun og árangursmælingum.
- Ná saman viðskiptalífinu, samtökum atvinnugreina og fjármálafyrirtækjum bæði á ríkis- og svæðisbundnum grunni og auka meðvitund á hvað frumkvöðlastarfsemi kvenna leggur af mörkum til vaxtar efnahags þjóða og þjóðfélagsins í heild.
Gögn sem lögð voru fram á fundinum má nálgast hér.
Samantekt um fundinn á ensku er hægt að finna hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember