Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til atvinnumála kvenna áriđ 2006

Vinnumálastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2006. Heildar fjárhæð til úthlutunar er 25.000.000. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2006 Athugið að eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.

Gengur þú með viðskiptahugmynd í maganum?

Vinnumálastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2006. Heildar fjárhæð til úthlutunar er 25.000.000. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2006

Athugið að eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.

 

 

Við styrkúthlutun verður eftirfarandi haft að leiðarljósi:

 

·         Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (a.m.k. 50%) og stjórnað af konum.

·         Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.

·         Um nýnæmi sé að ræða.

·         Viðskiptahugmynd sé vel útfærð, markmið séu skýr og leiðirnar að þeim.

·         Verkáætlun sé raunhæf.

·         Kostnaðar og tekjuáætlun sé vönduð, skýr og trúverðug.

·         Að verkefnið sé arðbært.

·         Allar atvinnugreinar standa jafnt að vígi við val.

·         Konur á Íslandi geta sótt um þennan styrk.

·         Að verkefnið skekki ekki samkeppnisstöðu á vinnumarkaði.

·         Veittir verða stofnstyrkir og þróunarstyrkir.

o        Stofnstyrkir eru styrkir til stofnunar fyrirtækis og kaupa á vélum og tækjum.

o        Þróunarstyrkir eru veittir til hönnunar, þróunar og markaðssetningar.

 • Styrkir nemi að jafnaði 500.000 – 1.000.000 kr.
 • Framlag ríkisins til þeirra sem styrk hljóta nemur 50% af framlögðum styrkhæfum kostnaði.

    

Vinsamlega athugið að ekki eru veittir styrkir til :
 • Ekki eru veittir styrkir til verkefna þar sem styrkveiting gæti skekkt samkeppnisstöðu gagnvart aðila í hliðstæðum atvinnurekstri
 • Ekki eru veittir rekstrarstyrkir.
 • Ekki eru veittir styrkir til listiðnaðar en tekið er tillit til nytjalistar.
 • Ekki eru veittir styrkir til afmarkaðra verkefna sem ekki eru atvinnuskapandi til frambúðar.
 • Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem njóta greiðslna úr almannatryggingakerfinu.
 • Ekki eru veittir styrkir til menntunar.
 • Ekki eru veittir styrkir til húsnæðis eða endurbóta á húsnæði.

 

Umsækjendum er eindregið ráðlagt að leita rágjafar við gerð umsóknar.

 

Atvinnuráðgjafar atvinnuþróunarfélaga veita ráðgjöf og upplýsingar við gerð umsókna:

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (www.atvest.is)
Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra (www.ssnv.is)
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (www.afe.is)
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga (www.atthing.is)
Þróunarstofu Austurlands (www.austur.is)
Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands (www.sudur.is)
Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum (www.sss.is)
Atvinnuráðgjöf Vesturlands (www.ssv.is)

Einnig er bent á Impru nýsköpunarmiðstöð en þar er boðið upp á  handleiðslu fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Á heimsíðu Impru er einnig hægt að nálgast ýmiskonar fræðsluefni um stofnun og rekstur fyrirtækja. Sjá www.impra.is.

 

Umsóknarferli

 • Umsóknir eru sendar inn rafrænt af heimasíðu Vinnumálastofnunar fyrir 20. mars.
 • Sérstök ráðgjafanefnd á vegum félagsmálaráðherra fer yfir umsóknir og leggur tillögur sínar fyrir félagsmálaráðherra. Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest eða umsókn er ófullnægjandi, áskilur ráðgjafahópurinn sér rétt til að hafna umsóknum á þeim forsendum.
 • Stefnt er að því að ákvarðanir um styrkveitingar liggi fyrir um miðjan maí.
 • Öllum umsóknum verður svarað skriflega.

 

Um styrki til atvinnumála kvenna

Frá árinu 1991 hefur sérstöku fjármagni verið veitt til eflingar atvinnumála kvenna og hefur félagsmálaráðuneyti annast þessar styrkveitingar.  Frá árinu 1997 hefur Vinnumálastofnun annast umsýslu með verkefninu. 

 

Tilgangur styrkveitinganna er einkum að:

 • auka fjölbreytni í atvinnulífi
 • viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni
 • auðvelda aðgang kvenna að fjármagni
 • draga úr atvinnuleysi meðal kvenna

Sérstakur ráðgjafahópur fer yfir umsóknir og leggur tillögur sínar fyrir félagsmálaráðherra.

 

Upplýsingar veitir Líney Árnadóttir, Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra í  síma 455 4200 og á netfanginu: liney.arnadottir@svm.is

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar: www.vinnumalastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389