Fréttir
Styrkir til atvinnureksturs kvenna afhentir
Anna Kristín Gunnarsdóttir formaður stjórnar Byggðastofnunar og Hermann Ottósson forstöðumaður hjá Útflutningsráði
Íslands afhentu styrkina og Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir ávarpaði gesti. Eftirtalin verkefni hlutu styrk að
upphæð 2 milljónir króna hvort.
Erna Óðinsdóttir klæðskeri rekur klæðskeraverkstæðið kurl & kram á Flúðum sem selur vörur undir merkinu kurlproject. Um er að ræða íslenska fatahönnun og framleiðslu þar sem aðaláherslan er á íslensku ullina en einnig er leitað leiða til að blanda ullinni með öðrum efnisgerðum en eingöngu náttúrulegum efnum svo sem bómull, hör og silki. Erna hefur þróað ákveðið vinnulag við gerð á pífum úr íslensku ullinni sem mikið koma við sögu í hönnun fatnaðarins og setja sterkan svip á hönnunina. Heimasíða http://www.kurlproject.is/
Hugrún Ívarsdóttir er sjálfstætt starfandi hönnuður og hefur um árabil unnið að þróun og framleiðslu eigin hugmynda með aðaláherslu á verkefnið, Mynstrað Munngæti. Vörulína Hugrúnar byggir á þjóðararfi Íslendinga, laufabrauðinu og kynningu á Laufabrauðssetri Íslands sem opnað var 2009. Jólafrímerkið 2007 og jólaprýði póstsins það sama ár var afrakstur verkefnis Hugrúnar. Nýjungar í vörulínu Hugrúnar eru svuntur og dúkar með laufabrauðsmynstri. Fleiri nýjungar eru væntanlegar frá Hugrúnu á næstunni. Heimasíða http://www.merkilegt.is/
Dóra Ásgeirsdóttir og Bjarndís Helena Mitchell reka saman fyrirtækið Handlers ehf sem framleiðir sérhannaða sýningartauma fyrir hunda. Dóra er hundasnyrtir og hundasýnandi og Bjarndís er hundaræktandi og hefur að auki mikla reynslu af markaðsstörfum. Hönnun á taumnum er nýjung í sýningartaumum fyrir hunda þar sem handfangið auðveldar til muna það krefjandi verkefni að sýna hund fyrir dómi á auðveldan hátt. Handfangið gerir kleift að stilla lengdtaumsins sem best fyrir hvern einstakling og hund ásamt því að hafa öruggt og gott grip á taumnum. Taumarnir eru til í stærðum fyrir allar tegundir hunda. Fleiri nýjungar eru í þróun hjá þeim í Handlers en efnið sem þær nota gerir þeim kleift að leika sér að hlutföllum en möguleikarnir á útfærslu eru ótal margir. Heimasíða http://www.originalhandlers.com/
Helga Björg Ingimarsdóttirer ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi á Höfnum á Skaga í Austur Húnavatnssýslu. Þar rekur hún að auki fyrirtækið Úr hreiðri í sæng sem framleiðir íslenskar æðardúnsængur. Framleiðslan á sængunum fer alfarið fram á Höfnum á Skaga og er dúnninn afurð úr æðarvarpi á staðnum. Sængurnar eru saumaðar úr dúnheldu bómullarlérefti eða silki og eru til í fullorðins- og ungbarnastærðum en að auki er hægt að sérpanta stærðir. Fyrirtækið er með vottun frá vottunarstofunni Tún. Það uppfyllir kröfur um framleiðslu á náttúruafurðum og aðföngum til lífrænnar framleiðslu. Jafnframt hefur það vottun um sjálfbæra framleiðslu.
Hér má sjá fleiri myndir frá afhendingunni
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember