Fréttir
Styrkir til meistaranema
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 11. desember 2025 að styrkja þrjá meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Auglýsing um styrkina var birt 16. september 2025 og rann umsóknarfrestur út 10. nóvember. Verkefnin sem sótt er um styrk til skulu hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. Alls bárust 14 umsóknir.
Heildarupphæð styrkjanna er 1,2 milljónir króna. Hver styrkur er að upphæð 400.000 kr. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun.
Verkefnin sem hljóta styrk eru:
Coastal Fishing in Rural Iceland: Impacts of the strandveiðar system
Styrkþegi er Kevin Graham Wells, Háskólasetri Vestfjarða.
Í verkefninu verður lagt mat á Strandveiðakerfið sem tekið var upp á Íslandi árið 2009. Strandveiðar, ásamt byggðakvótum eru tvær mikilvægustu umbæturnar á fiskveiðistjórnun á Íslandi frá því að kvótakerfið var tekið upp á níunda og tíunda áratugnum. Skoðað verður hvaða áhrif strandveiðar hafa haft á svæðisbundin strandsamfélög frá því að þær voru kynntar til sögunnar. Tvær aðferðir verða notaðar, í fyrsta lagi greining á opinberum gögnum úr opinberum heimildum til að sjá hvort fylgni sé milli innleiðingar strandveiðakerfisins og síðari breytinga á því og lýðfræðilegra og félags- og efnahagslegra vísbendinga. Í öðru lagi verður rýnihópur sérfræðinga fenginn til að móta sameiginlega endurgjöf um skoðanir á strandveiðakerfinu með því að nota endurtekna spurningalista og endurgjöf.
Nýsköpunarsetur og störf án staðsetninga – lykill að jákvæðri byggðaþróun
Styrkþegi er Valdís Fjölnisdóttir, Háskóla Íslands
Rannsóknin fjallar um mikilvægi nýsköpunarsetra og starfa án staðsetningar á jákvæða byggðaþróun. Með því að greina stöðu, tækifæri og áskoranir nýsköpunarsetra og óstaðbundinna starfa á Vesturlandi mun rannsóknin varpa ljósi á hvernig slík setur geta haft yfirfærslugildi á önnur bæjarfélög og stuðlað að nýsköpun, atvinnufjölbreytni og öflugri byggðaþróun. Niðurstöðurnar ættu að geta nýst stjórnvöldum, sveitarfélögum og frumkvöðlum við stefnumótun og aðgerðir í uppbyggingu um allt land.
Sustaining the rural: assessing socio-ecological resilience through farming in Iceland
Styrkþegi er Martina Aymonod, Háskólasetri Vestfjarða
Í verkefninu „Að viðhalda dreifbýlinu: mat á félagslegri og vistfræðilegri seiglu í gegnum búskap á Íslandi“ verður kannað hvernig bændur aðlagast umhverfislegum, félagslegum og efnahagslegum áskorunum. Hvaða þættir efla eða viðhalda seiglu bænda og hvernig styðja þeir samfélögin. Niðurstöðurnar munu veita innsýn í hvernig er hægt að styrkja nútíð og framtíð dreifbýlisins á Íslandi sem mun jafnframt styðja stefnu og markmið stjórnvalda um að auka jafnvægi og stuðla að sjálfbærni í þróun byggða og dreifbýlis.
Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar og hefur það verið kostur ef verkefnið hefur skírskotun í byggðaáætlun.
Fréttasafn
- 2026
- janúar
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

