Fara í efni  

Fréttir

Styrkur til rannsókna á ţátttöku kvenna í atvinnurekstri

Jafnréttisáætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið ,,Women towards leadership in business and agriculture “ sem er samanburðarrannsókn fimm landa, þ.e. Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Grikklands og Lettlands. Þátttakendur fyrir hönd Íslands eru Byggðastofnun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og nemur heildarstyrkurinn um 437 þúsund evrum, eða um 37 milljónum íslenskra króna.

Jafnréttisáætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið ,,Women towards leadership in business and agriculture “ sem er samanburðarrannsókn fimm landa, þ.e. Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Grikklands og Lettlands. Þátttakendur fyrir hönd Íslands eru Byggðastofnun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og nemur heildarstyrkurinn um 437 þúsund evrum, eða um 37 milljónum íslenskra króna. Áætlað er að vinna við rannsóknina taki eitt ár og verða niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Osló í janúar á næsta ári.

Markmið verkefnisins er m.a. að finna hvata til þess að fjölga konum sem sjá atvinnutækifæri í eigin viðskiptahugmyndum og finna leiðir til að styrkja stöðu kvenna í stjórnun og rekstri fyrirtækja og í landbúnaði. 

Innan Evrópusambandsins hefur m.a. verið lögð áhersla á að rannsaka skilyrði örfyrirtækja og þýðingu þeirra fyrir efnahagslífið. Þessi áhersla hefur m.a. beint athyglinni að fæð kvennafyrirtækja í Evrópu, en konur eiga og/eða reka  aðeins 20% -30% fyrirtækja.  Vegna þessa eru starfsskilyrðum kvenna í atvinnurekstri veitt sérstök athygli. Litið er m.a. svo á, að með því að auka hlut kvenna í viðskiptalífinu muni reynsla og þekking þeirra nýtast þjóðfélaginu betur, sem stuðli að auknum hagvexti og styrki jafnframt efnahagslega og félagslega stöðu kvenna í samfélaginu.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389