Fréttir
Svæðisbundin flutningsjöfnun
Samkvæmt breytingu á lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun, sbr. lög nr. 128/2012, hefur Byggðastofnun verið falin umsjón með framkvæmd laganna.
Markmið laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa þ.a.l. við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.
Lög þessi gilda um heimild til veitingu flutningsjöfnunarstyrkja til einstaklinga eða lögaðila sem stunda framleiðslu á vöru á styrksvæði, í samræmi við ákvæði laganna, vegna framleiðslu sem fellur undir C-bálk í íslensku atvinnugreinaflokkuninni ÍSAT2008.
Til styrktarsvæða teljast þau svæði þar sem heimilt er að beita byggðaaðstoð samkvæmt byggðakorti ESA 2008-2013. Um þrjú svæði er að ræða. Hér má sjá skiptingu svæðanna.
- Svæði 1 - Framleiðendur á svæði 1 sem flytja vörur með viðurkenndum flutningsaðila eða flytja sjálfir vörur að uppfylltum skilyrðum til eða frá styrksvæði geta fengið 10% styrk ef lengd ferðar er að lágmarki 245 km.
- Svæði 2 - Framleiðendur á svæði 2 sem flytja vörur með viðurkenndum flutningsaðila eða flytja sjálfir vörur að uppfylltum skilyrðum til eða frá styrksvæði geta fengið 10% styrk ef lengd ferðar er 245 – 390 km, en 20% styrk ef lengd ferðar er meira en 390 km.
- Svæði sem ekki er styrkhæft.
Umsóknum og fyrirspurnum um svæðisbundna flutningsstyrki skal beint til Byggðastofnunar. Umsóknum þarf að vera búið að skila inn fyrir 31. mars nk. vegna ársins 2012.
Nú stendur yfir undirbúningur á umsóknareyðublöðum og vinnuferli sem verður komið á framfæri við fyrsta tækifæri.
Umsjónaaðili hjá Byggðastofnun er Anna Lea Gestsdóttir, anna@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember