Fara í efni  

Fréttir

Þáttaskil í byggðaþróunarverkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar

Mánudaginn 24. febrúar var haldinn síðasti formlegi fundur með þátttöku Byggðastofnunar í verkefnisstjórn Brothættra í verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar. Í beinu framhaldi var haldinn íbúafundur. Stofnunin dregur sig þar með í hlé frá verkefninu.

Verkefnið hefur staðið frá seinni hluta árs 2015 undir handleiðslu verkefnisstjórans, Helgu Írisar Ingólfsdóttur. Skilgreind var verkefnisáætlun með framtíðarsýn og markmiðum sem unnið hefur verið að á verkefnistímanum og hafa mörg markmiðanna náðst eða vinna að þeim hafin. Að auki hafa verið veittir styrkir til fjölmargra frumkvæðisverkefna í samfélaginu í Hrísey og hafa flest þeirra skilað áhugaverðum niðurstöðum og árangri. Alls nema styrkir til þessara verkefna 33 milljónum króna. Var að heyra á fundarmönnum að ýmislegt hefði áunnist á verkefnistímanum. Bæði hvað varðar áður nefnd markmið í verkefnisáætlun og í hinum styrktu verkefnum.

Á fundinum kvaddi fulltrúi Byggðastofnunar heimamenn og sömuleiðis fráfarandi verkefnisstjóri, Helga Íris Ingólfsdóttir og þökkuðu fyrir samstarfið.

Íbúar Hríseyjar sem sátu fundinn eru einhuga um að byggja á þeim grunni sem kominn er og þeir munu nú, undir forystu hverfisráðsins, móta framhald verkefnisins í samstarfi við fulltrúa Akureyrarbæjar og SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389