Fara í efni  

Fréttir

Þéttbýlisstaðir

Þéttbýlisstaðir
Þéttbýlisstaðir 2012

Ísland er dreifbýlt land og það má sýna á marga vegu. Samkvæmt skilgreiningum Hagstofunnar og tölum hennar fyrir 2012, sem sjá má hér á töflu, búa 16.516 manns í strjálbýli eða 5,2% og 94,8% í 101 þéttbýlisstað á landinu eða 303.059 manns. Af þessum þéttbýlisstöðum er Laugarbakki í Húnaþingi vestra með fæsta íbúa, 45 manns, en Reykjavík með flesta, 117.980.

Flestir þéttbýlisstaðir eru á Norðurlandi eystra, 20 talsins, en 19 á Suðurlandi. Á Suðurlandi búa samt hlutfallslega næstflestir íbúar í strjálbýli, 20,7%, en hæst hlutfall íbúa í strjálbýli er á Norðurlandi vestra eða 33,4%. (Vert er þó að geta þess að í þessum tölu m reiknast Höfn í Hornafirði með Austurlandi.)

Fæstir þéttbýlisstaðir eru á Suðurnesjum, 6 talsins, en þar búa samt 99,4% íbúanna í þéttbýli.

Á kortinu eru þéttbýlisstaðir samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar sýndir í fjórum flokkum eftir íbúafjölda. Þar sést glögglega hversu þéttbyggt er á suðvesturhluta Íslands í samanburði við önnur svæði. Athyglisvert er líka hversu langt er á milli „stórra“ þéttbýlisstaða (með yfir 1.000 íbúa) á Suðurlandi og hversu margir fámennir þéttbýlisstaðir (með færri en 500 íbúa) eru á vesturhluta Suðurlands. Þéttbýlisstaðir af þeirri stærð eru líka margir í Eyjafirði.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389