Fara í efni  

Fréttir

Þéttleiki byggðar

Byggðamynstri má að nokkru lýsa með þéttleika byggðar. Stofn- og rekstrarkostnaður dreifbýls samfélags er meiri en þéttbýls en dreifð byggða felur líka í sér kosti og lífsgæði sem margir telja dýrmæt og eftirsóknarverð. Ísland er strjálbýlt ef höfuðborgarsvæðið er undanskilið.  Í nokkrum löndum búa færri íbúar á hvern ferkílómetra lands, t.d. á  Grænlandi og löndum með stórar eyðimerkur.



Holland er eitt þéttbýlasta land Evrópu með rúmlega 1000 íbúa á hvern ferkílómetra en Svíþjóð og Finnland eru dreifbýlustu lönd Evrópusambandsins með 22 íbúa á hvern ferkílómetra. Ísland er 103.000 ferkílómetrar og þar búa um 319.000 íbúar árið 2009, eða um 3 íbúar á hvern ferkílómetra. Viðmið OECD skilgreinir dreifbýli þar sem íbúar á hvern ferkílómetra eru færri en 150. Samkvæmt þessu er Ísland í heild dreifbýlt en í Reykjavík búa þó um 430 íbúar á hvern ferkílómetra og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur búa um 65 íbúar á hvern ferkílómetra.

Sé miðað við landstærð undir 200 metrum hækkar auðvitað íbúafjöldi á hvern ferkílómetra en samt telst landið dreifbýlt. Á kortinu sem fylgir má sjá hversu margir búa á hvern kílómetra undir 200 metra hæð eftir sveitarfélögum árið 2009. Blái liturinn sem sýnir færri en 50 íbúa á hvern ferkílómetra er ríkjandi en frávik eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akranesi og Akureyri og í Stykkishólmi, Árborg Hveragerði og Vestmannaeyjum.

Kortin má nálgast hér.

Nánar um þéttleika byggðar.

Greiningargögn

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389