Fara í efni  

Fréttir

Ţéttleiki byggđar

Byggðamynstri má að nokkru lýsa með þéttleika byggðar. Stofn- og rekstrarkostnaður dreifbýls samfélags er meiri en þéttbýls en dreifð byggða felur líka í sér kosti og lífsgæði sem margir telja dýrmæt og eftirsóknarverð. Ísland er strjálbýlt ef höfuðborgarsvæðið er undanskilið.  Í nokkrum löndum búa færri íbúar á hvern ferkílómetra lands, t.d. á  Grænlandi og löndum með stórar eyðimerkur.Holland er eitt þéttbýlasta land Evrópu með rúmlega 1000 íbúa á hvern ferkílómetra en Svíþjóð og Finnland eru dreifbýlustu lönd Evrópusambandsins með 22 íbúa á hvern ferkílómetra. Ísland er 103.000 ferkílómetrar og þar búa um 319.000 íbúar árið 2009, eða um 3 íbúar á hvern ferkílómetra. Viðmið OECD skilgreinir dreifbýli þar sem íbúar á hvern ferkílómetra eru færri en 150. Samkvæmt þessu er Ísland í heild dreifbýlt en í Reykjavík búa þó um 430 íbúar á hvern ferkílómetra og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur búa um 65 íbúar á hvern ferkílómetra.

Sé miðað við landstærð undir 200 metrum hækkar auðvitað íbúafjöldi á hvern ferkílómetra en samt telst landið dreifbýlt. Á kortinu sem fylgir má sjá hversu margir búa á hvern kílómetra undir 200 metra hæð eftir sveitarfélögum árið 2009. Blái liturinn sem sýnir færri en 50 íbúa á hvern ferkílómetra er ríkjandi en frávik eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akranesi og Akureyri og í Stykkishólmi, Árborg Hveragerði og Vestmannaeyjum.

Kortin má nálgast hér.

Nánar um þéttleika byggðar.

Greiningargögn

 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389