Fara í efni  

Fréttir

Ţórđur Tómasson á Skógum er handhafi Landstólpans

Ţórđur Tómasson á Skógum er handhafi Landstólpans
Ţórđur Tómasson tekur viđ Landstólpanum

Ţórđur Tómasson safnvörđur og menningarfrömuđur ađ Skógum undir Eyjafjöllum hlaut í dag, föstudaginn 5. apríl, Landstólpann, samfélagsviđurkenningu Byggđastofnunar. Viđurkenningin var afhent á ársfundi Byggđastofnunar sem haldinn var í Miđgarđi í Skagafirđi.

Ţórđur Tómasson er flestum kunnur. Hann hefur byggt upp stćrsta byggđasafn á Íslandi sem dregur ađ sér fjölda ferđamanna árlega og meiri fjölda en nokkurt annađ byggđasafn. Ţórđur hefur veriđ óţreytandi viđ björgun íslensks menningararfs á starfstíma sínum. Hann tekur á móti ferđamönnum á persónulegan hátt, spilar á orgel og hrífur fólk međ frásögnum sínum. Hann hefur veriđ ötull í útgáfumálum, skrifađ um ţjóđhćtti og um minja- og safnamál. Hann var hvatamađur ađ fornleifarannsóknum, t.d. á Stóru-Borg svo fátt eitt sé taliđ. Safniđ á Skógum er einstakt á landsvísu, ţar er byggđasafn, samgönguminjasafn og kirkja sem Ţórđur lét reisa á stađnum. Ţórđur er enn starfandi 92ja ára gamall, fćddur 1921.

Landstólpinn er veittur einstaklingum, fyrirtćkjum, stofnunum eđa sveitarfélögum sem vakiđ hafa jákvćđa athygli á landsbyggđinni, t.d. međ tilteknu verkefni eđa starfsemi, umfjöllun eđa öđru. Jafnt er horft til vinnu sem vakiđ hafa athygli á byggđamálum, landsbyggđinni í heild, eđa einhverju tilteknu byggđarlagi og ţannig aukiđ veg viđkomandi samfélags. Viđurkenningin er hvatning og hugmyndin ađ baki henni er ađ efla skapandi hugsun og bjartsýni.

Ţetta var í ţriđja skipti sem Byggđastofnun afhendir Landstólpann. Jón Jónsson, ţjóđfrćđingur og menningarfrömuđur á Ströndum hlaut hann áriđ 2011. Síđasta ár var viđurkenningin veitt Örlygi Kristfinnssyni frumkvöđli í menningarferđaţjónustu og safnastarfi á Siglufirđi.

Byggđastofnun óskađi eftir ábendingum um verđugan handhafa Landsstólpans og í ár bárust 27 tilnefningar víđsvegar ađ af landinu.

Gréta Jósefsdóttir á Litla-Ósi í Húnaţingi vestra hannađi viđurkenninguna í ár en leitađ er til lista- eđa handverksfólks á ţví landssvćđi sem Byggđastofnun heldur ársfund sinn. Gréta hefur rekiđ Leirhús Grétu, gallerí og vinnustofu í tćp 12 ár. Hún hefur sótt námskeiđ innanlands og utan en segist sjálf hafa lćrt mest af reynslunni.

Heitiđ  á viđurkenningunni, Landstólpinn, er fengiđ úr kvćđi Jónasar Hallgrímssonar, Alţing hiđ nýja (1840). Jónas segir bóndann stólpa búsins og búiđ stólpa landsins, ţađ sem landiđ treystir á. Nú er merking búsins í bćndasamfélagi 19. aldar yfirfćrđ á nútímasamfélagiđ sem byggir á mörgum stođum og stólpum.


Til baka

Fréttasafn

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389