Fara efni  

Frttir

orvaldur T. Jnsson tekur sti stjrn Byggastofnunar

Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Borgarfirði og rekstrarráðgjafi, hefur verið skipaður í stjórn Byggðastofnunar frá 1. janúar sl. í stað Elísabetar Benediktsdóttur. Elísabet tók nýverið við starfi forstöðumanns Íslandsbanka á Reyðarfirði.

Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Borgarfirði og rekstrarráðgjafi, hefur verið skipaður í stjórn Byggðastofnunar frá 1. janúar sl. í stað Elísabetar Benediktsdóttur. Elísabet tók nýverið við starfi forstöðumanns Íslandsbanka á Reyðarfirði.
Þorvaldur er bú- og rekstrarfræðingur að mennt. Hann starfar við rekstrarráðgjöf hjá fyrirtækinu Calculus í Borgarnesi og er jafnframt stjórnarformaður þess fyrirtækis. Þorvaldur hefur setið í stjórnum fjölmagra fyrirtækja, var meðal annars stjórnarformaður Kaupfélags Borgfirðinga um árabil, varaþingmaður á árunum 1995-2003 og situr nú í bæjarstjórn og bæjarráði Borgarbyggðar.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-16:00 | kt. 450679-0389